Fréttabréf 1. september 2023
Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi
Fjölbreytt dagskrá framundan í Jónshúsi
Garnaflækjan
Þriðjudaginn 5. september kl. 18.15-21.30.
Prjónakaffi Garnaflækjunnar er opið öllum sem hafa gaman af handavinnu.
Viðburðurinn fer fram á íslensku.
Boðið verður upp á smá veitingar, verð 50 danskar kr.
Til að geta tilkynnt þátttöku, þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn.
Skráning fer fram hér:
Verið velkomin á formlega opnun sýningar Gígí Gígju „Líf“
Laugardaginn 9. september kl. 13.00-15.00.
Gígja er sjálfmentuð listakona, sem ólst upp í Reykjavík á sjöunda áratugnum en er núna búsett í Kaupmannahöfn.

Að alast upp í íslenskri náttúru hefur gefið henni innblástur til að fanga dýralíf,
blómalíf, fólk og náttúruöfl og er það aðalviðfangsefnið í verkum hennar.
Hún vinnur helst með olíu á striga og það er engin flótti frá raunveruleikanum
í verkum hennar. Öllu er lýst eins og það er, því það er alltaf fallegast.
Á sýningunni "Líf" munt þú geta fundið potpoururi eða blöndu af blómalífi,
dýralífi og fólki, sem allt mætir þér í
augnhæð, þar sem lífinu er lifað.
Nánari upplýsingar um listakonuna er að finna hér.
Verið velkomin.
Aðgangur er ókeypis.
Sýningin er opin frá
9. september til 12. október 2023 á
opnunartíma í Jónshúsi, þri. til fös. 11-17 og lau. til sun. 10-16.
Fermingarfræðsla – kynningarfundur
Fimmtudaginn 14. september kl. 17.30.
Dagskráin byggir á haust- og vorferð á fermingarmót í Svíþjóð þar sem við hittum íslenska fermingarhópa frá Svíþjóð og Noregi. Síðan er þátttaka í guðsþjónustum, kennslutímar í Jónshúsi og/eða verkefni á netinu. Fyrri Svíþjóðarferðin verður 6.-8. okt og vorferðin 26.-28. apríl. Einnig er boðið upp á fræðslu í gegnum netið.
Fermingarmessan í Kaupmannhöfn er á öðrum degi hvítasunnu.
Nánari upplýsingar veitir Sr. Sigfús Kristjánsson [email protected]
Heilsuefling heldri borgara
Útivera, hreyfing og félagsskapur.
Heilsuefling heldri borgara í Kaupmannahöfn hefur nú hafið göngu sína aftur eftir sumarfrí. Frá því í byrjun apríl hafa æfingar verið einu sinni í viku í Øster Anlæg-garðinum rétt við Jónshús og hefur hópurinn eflst jafnt og þétt með hverri vikunni. Góður andi er í hópnum sem hefur m.a. farið saman í hádegisverð eftir tíma, á kaffihús í góða veðrinu og boðið hefur verið heim í garð í hádegisverð.
Marmið heilsueflingarinnar er að auka vellíðan og lífshamingju með útiveru og þjálfun í góðum félagsskap þar sem áhersla er lögð á styrktarþjálfun og jafnvægisæfingar. Hver og einn æfir á sínum hraða og eru æfingarnar lagðar þannig upp að allir geta tekið þátt.
Tímarnir fara fram á hverjum miðvikudegi kl.10.30-11.20 og er tilvalið að tengja við vöfflukaffi heldri borgara í Jónshúsi sem er aðra hverja viku.
Gjaldið fyrir tímann er 60 danskar kr. og mæta einstaklingar þá miðvikudaga sem hentar en þurfa ekki að binda sig til lengri tíma. Í boði er mæta í einn prufutíma og vonandi eru fleiri sem vilja bætast í þennan flotta hóp.
Ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband í gegnum tölvupóst, [email protected] eða í gegnum Facebook.
Anna Svandís Gísladóttir,
hjúkrunarfræðingur og Fitness-þjálfari.