Fréttabréf

Jólaprjónakaffi, Aðventuhátíð, heitt súkkulaði og jólastund með Stöku

Um síðustu helgi lögðu margir leið sína í Jónshús. 

Stór hópur íslenskra garðyrkjubænda kom í heimsókn á föstudaginn, íslensk börn fjölmenna ávallt í Jónshús á laugardögum og á sunnudaginn var Jólamarkaður. Þar var eitt og annað íslenskt til sölu og Kvennakórinn sá um kaffisölu. 


Ljosmyndir-faro-islands-trip-1_5_6d9b3519c4d0e21e4b124940ac5a2a33

Hér er nokkrar myndir frá Jólamarkaðinum.


Fimmtudagur 7. desember.

Jólaprjónakaffi 

Prjónakaffi

Það er alltaf einstaklega skemmtilegt að koma saman í desember með handavinnuna. 

Allar sem geta koma með eitthvað góðgæti. Garnaflækjan leggur til vín og gos. 


Nánar um viðburðinn hér.


Sunnudagur 10. desember.

Aðventuhátíð 

Aðventuhátíð verður sunnudaginn 10. desember kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. Fjölbreytt jólaleg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Fram koma:

  • Kammerkórinn Staka
  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn
  • Kvennakórinn Dóttir
  • Barnakórinn í Kaupmannahöfn 
  • Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir 
  • Hugvekju flytur Helga Soffía Konráðsdottir prófastur í Reykjavík
  • Ágúst Einarsson stýrir samkomunni

Eftir aðventuhátíðina er boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma og smákökur í Jónshúsi.


Aðventustund 2017

Verið velkomin!


Þriðjudagur 12. desember

Jólastund með Stöku 


23826038_10155619886552928_2948487554336600454_o

Nánar um viðburðinn hér.