Fréttabréf
Félagsvist, Jólatónleikar, Aðventustund, Heitt súkkulaði, Jólamarkaður og Skötuveisla
Mikið framundan í Jónshúsi og víðar
Icelandair félagsvist Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn
Föstudaginn 25. nóvember kl. 19.00
Síðasta félagsvistin á þessu ári.
Húsið opnar kl.
18.30.

Aðgangseyri er 50 kr.
Innifalið í aðgangseyrirnum er þátttaka í félagsvist og léttar veitingar.
Félagsvistin er fyrir alla aldurshópa, ekki er nauðsynlegt að kunna vist.
Skráning og nánar um viðburðinn hér.
Jólatónleikar
Laugardaginn 26. nóvember kl. 14.30
Vor Frelsers
Kirke, Sankt Annæ Gade 29, 1416 København

Íslensku kórarnir í Kaupmannahöfn sem æfa í Jónshúsi syngja inn aðventuna með jólatónleikum í Vor Frelsers Kirke á Christianshavn.
Kórarnir syngja saman og í sitt hvoru lagi.
Fram koma Íslenski
barnakórinn, Staka, Dóttir, Hafnarbræður og Eyja.
Aðgangseyrir er 100 kr., 50 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og nema. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Nánar um viðburðinn
 hér:
 
Aðventustund
Sunnudaginn 27. nóvember kl. 13.00
Esajas Kirke, Malmøgade 14, 2100
København
Aðventustund íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn í Esajas kirkju.
Séra Sigfús
Kristjánsson predikar og þjónar fyrir altari, Sóla Aradóttir leikur á
orgelið og leiðir tónlistina. 
Íslensku barnakórarnir í Kaupmannahöfn syngja undir stjórn Maríu Aspar Ómarsdóttur.
Heitt súkkulaði með rjóma
Sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.15, að lokinni aðventustund

Jónshús og stjórn Íslenska safnaðarins í Danmörku bjóða í heitt súkkulaði með rjóma og smákökur fyrsta sunnudag í aðventu, sunnudaginn 27. nóvember.
Allir velkomnir
Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi
Laugardaginn 3. desember frá kl. 14 til 17
Líkt og undanfarin ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri á að selja eigin hönnun, handverk eða eitthvað matarkyns.

Veitingasala verður í umsjá Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn.
Skötuveisla Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn
Sunnudaginn 18. desember kl. 12.30
Vesterbrogade
17A, 1620 København V, í
Færeyjingahúsinu
Verð
220 kr. 
Innifalið í miðaverði er matur og einn brennivínssnaps. Kaffi og sætt.
Boðið er upp á saltfisk fyrir þá sem ekki vilja skötu.

Hægt er að kaupa drykkjarvörur á barnum.
Unnt er að kaupa miða hér: https://islendingafelagidikaupmannahofn.ticketbutler.io/...
Verið velkomin í Jónshús og kíkið á íslensku jólasveinana
Listakonan Kolbrún Guðjónsdóttir hannaði og bjó sveinana til ásamt Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum. Hugmyndin kviknaði þegar Kolbrún bjó í Noregi en henni var mikið í mun að varðveita íslensku jólahefðirnar með krökkunum sínum.
Hún las fyrir þau um íslensku jólasveinana
og söng jólalögin og réðst í kjölfarið í að búa til jólasveinana sem eru
einstakir, enda hver og einn handgerður frá grunni. Hausarnir urðu til í
Noregi, en þá mótaði Kolbrún úr postulínsleir. Hún prjónaði einnig og saumaði
fötin sem og bjó til fylgihlutina. Kolbrún sótti innblástur um íslensku
jólasveinana í kvæði Jóhannesar úr Kötlum.

Hægt er að skoða jólasveinafjölskylduna á opnunartíma Jónshúss.