Fréttabréf
Fimmtudagur 2. mars
Prjónakaffi Garnaflækjunnar

Nánar um viðburðinn hér.
Allir velkomnir.
Laugardagur 4. mars
Lítil saga úr orgelhúsi
Klukkan 11:00 - 12:00 í Skt Pauls kirkju.

Sýningin Lítil saga úr orgelhúsi er myndskreytt tónlistarævintýri fyrir börn á aldrinum 5 - 10 ára. Á sýningunni er sagan lesin og myndum varpað á skjá um leið og tónlistin sem fylgir sögunni er leikin á orgel. Ævintýrið leiðir hlustandann inn í töfraheim pípuorgelsins á skemmtilegan hátt.
Söguna gerði Guðný Einarsdóttir, organisti en tónlistina samdi Michael Jón Clarke, tónskáld. Sagan fjallar um orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu.
Sögumaður er Lára Bryndís Eggertsdóttir, Guðný Einarsdóttir leikur á orgelið og myndskreytingar gerði Fanney Ósk Sizemore.
Allir velkomnir nánar um viðburðinn hér.
Sunnudagur 5. mars
Íslenskt guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju
Sunnudagskaffihlaðborð
Klukkan 15:00 - 17:00.
Nú er veturinn yfirstaðinn og farið að glitta í vorið. Þessu ber að fagna með kunningjum og kökusneiðum. Á sunnudaginn 5. mars mun kammerkórinn Staka bjóða upp á gommu af kræsingum og kaffi!

Verðlisti:
- Fullorðnir (yfir 15): 70 kr
- Börn 10-14 ára: 30 kr
- Börn undir 10: Frítt
Nánar um viðburðinn hér.
Verið velkomin!
Mánudagur 6.mars
Klukkan 19:00 til 22:00.
Stelpur Rokka
Venju samkvæmt verður viðburður í Jónshúsi í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8.mars. Að þessu sinni munum við hittast mánudaginn 6.mars og fá til okkar tvær sómakonur sem ætla að segja okkur frá starfi sínu.
Það er annars vegar Sunna Ingólfsdóttir mannfræðingur og söngkona, sem er ein af stofnendum rokksumarbúðanna Stelpur rokka! Hún mun segja okkur frá starfinu, hugmyndinni að búðunum og hvernig þessi grasrótarvinna hefur undið upp á sig.
Hægt er að lesa meira um verkefnið, fjölbreytnina og samstarfið við útlönd á heimasíðunni stelpurrokka.org
Hins vegar er það Anna Kristín Magnúsdóttir, einnig mannfræðingur, kennari og ráðgjafi, sem mun segja okkur frá starfi sínu hjá Reden
International á Vesterbro, þar sem unnið er með erlendum konum sem eru í vændi og fórnarlömbum mannsals.
Hægt er að skoða heimasíðu athvarfsins sem er redeninternational.dk
Á staðnum mun að sjálfsögðu verða boðið upp á kræsingar á vægu verði á vegum kvennakórsins, sem mun taka lagið.
Nánar um viðburðinn hér.