Fréttabréf 22. september

Icelandair félagsvist Íslendingafélagsins, Krakkakirkja og fjölskyldu guðsþjónusta.

Icelandair félagsvist Íslendingafélagsins

Í kvöld, föstudaginn 22.september kl. 19.00

Icelandair félagsvistin er fastur liður í starfsemi Íslendingafélagsins. Vistin er haldin síðasta föstudag í mánuði og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19.

Veitingar í hléi eru seldar á 50 kr. Veitt eru verðlaun.

Aðalvinningar eftir veturinn eru tvö gjafabréf frá Icelandair, fyrir stigahæsta karlinn og stigahæstu konuna. Einnig eru veitt kvöldverðlaun að hverju sinni sem eru í boði Icefood.

Allir velkomnir, ungir sem aldnir, engin krafa er um að kunna félagsvist.

Skránig og nánari upplýsignar hér.

_______

Krakkakirkjan – popp og bíó í Jónshúsi

Laugardaginn 23. september kl. 11 - 13

Fyrsta barna- og fjölskyldustund haustsins. Boðið verður upp á popp og bíó í Krakkakirkjunni.

Söngur, gleði og gaman!

Annan hvern laugardag verður mikið fjör í "sunnudaga"skólanum í Kaupmannahöfn. Við ætlum að syngja og dansa, hlusta á sögur og eiga notalega stund saman.

Eftir stundina verður boðið upp á hressingu og huggulegheit þar sem krakkarnir geta litað og leikið sér saman.

Aðgangur ókeypis

Verið öll velkomin!

Nánari upplýsignar hér.


Íslensk fjölskyldu guðsþjónusta í Esajas Kirke

Malmøgade 14, 2100 København Ø

Sunnudaginn 24. september kl. 13

Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgelið og leiðir tónlistina.
Kvennakórinn Eyja leiðir safnaðarsöng undir stjórn Jónasar Ásgeirs Ásgeirssonar

Nánri upplýsingar hér.