Fréttabréf 23. október

Félagsvist Íslendingafélagsins, sameiginleg hátíðarguðsþjónusta kirkna á Norðurlöndum, aðalfundur Íslendingafélagsins og Íslenskur jólamarkaður haldinn 24. nóv.


Föstudaginn 25. október kl. 19.00:

Félagsvist Íslendingafélagsins

Húsið opnar kl. 19.00. Spilavistin hefst stundvíslega kl. 19.15. Allir velkomnir.

Aðgangseyrir er 50 kr. (veitingar & kaffi), auk þess er hægt að kaupa bjór, gos, vín og súkkulaði gegn vægu gjaldi.


Nánari upplýsingar hér.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Stjórn Íslendingafélagsins


Sunnudaginn 27. október:

Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta kirkna á Norðurlöndum

Klukkan 16.00 í Gustafskirkjunni, sænsku kirkjunni í Kaupmannahöfn, Folke Bernadottes allé 4, 2100 Kaupmannahöfn. 

Þema guðsþjónustunnar er ”Hvar finn ég mig heima?”

Að guðsþjónustu lokinni er boðið upp á kaffi, kleinur, pönnukökur og samtal um efnið ”Hvar finn ég mig heima?”. Dagskráin fer fram á öllum tungumálum Norðurlanda. Auk hefðbundinnar guðsþjónustu er færeyskur söngur og hringdans.

Nánari upplýsingar hér.

Verið velkomin


Miðvikudaginn 30. október kl. 20.00:

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn boðar til aðalfundar í Jónshúsi

Nánari upplýsingar hér.

Falki-stor

Léttar veitingar að fundi loknum.

Allir velkomnir


Íslenskur jólamarkaður haldinn 24. nóvember

Copy-of-Jolamarkaudur-2

Líkt og undanfarin ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri á að selja eigin hönnun, handverk eða eitthvað matarkyns. Áhugasamir þátttakendur vinsamlega sendið tölvupóst á halla@jonshus.dk eða hringið í 2328 1944 til að bóka borð. Ekkert kostar að taka þátt. Undanfarin ár hafa færri komist að en vildu. 


Jólamarkaðurinn verður haldinn sunnudaginn 24. nóvember 2019 frá kl. 13 til 17. Kaffisala verður í umsjón kvennakórsins.Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um, því umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 29. október.

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.