Fréttabréf 28. janúar 2020

Gleðilegt ár!

Hér er að finna yfirlit yfir starfsemi og viðburði í Jónshúsi 2019.


Og hér er dagskráin sem framundan er húsinu:

Föstudaginn 31. janúar kl. 19.00

Félagsvist – Icelandair vistin

Húsið opnar klukkan 18.30, og stundvíslega kl. 19:00 er byrjað að spila.

Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.

Nánari upplýsingar hér.


Sunnudaginn 2. febrúar kl. 14.00

Íslensk guðsþjónusta í Skt. Pauls kirkju

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur.

Organisti: Sólveig Anna Aradóttir.

Prestur: sr. Ágúst Einarsson.


Sunnudaginn 2. febrúar frá kl. 15 til 17

Sunnudagskaffihlaðborð í Jónshúsi

Jónshús er staðurinn til að sýna sig og sjá aðra.

Nánari upplýsingar hér.

Verð fyrir fullorðna er 80 kr og ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára.


Þriðjudaginn 4. febrúar kl. 18.30

Garnaflækjan 10 ára

Þann 4. febrúar verður Garnaflækjan í Kaupmannahöfn 10 ára. Að því tilefni verður boðið upp á Hnallþórur og heita brauðrétti gegn vægu gjaldi. Allir sem hafa gaman af handavinnu eru velkomnir - skráning nauðsynleg.

Stofnendur Garnaflækjunnar þær Guðrún Gísladóttir og Sveinbjörg Kristjánsdóttir ætla segja okkur frá aðdraganda þess að Garnaflækjan var stofnuð.

Nánar um viðburðin hér.