Fréttabréf 28. október 2021

Fjölbreytt dagskrá framundan.

Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Föstudaginn 29. október kl. 17.00

 

Nánari upplýsingar hér
Boðið er upp á veitingar á fundinum.


Allir eru velkomnir


Félagsvist Íslendingafélagsins

Föstudaginn 29.október kl. 19.00


Icelandair félagsvistin er fastur liður í starfsemi Íslendingafélagsins. Vistin er haldin síðasta föstudag í mánuði og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19.


Veitingar í hléi eru seldar á 50 kr. Veitt eru verðlaun.

Aðalvinningar eftir veturinn eru tvö gjafabréf frá Icelandair, fyrir stigahæsta karlinn og stigahæstu konuna. Einnig eru veitt kvöldverðlaun að hverju sinni sem eru í boði Icefood.

Allir velkomnir, ungir sem aldnir, engin krafa er um að kunna félagsvist.

Nánari upplýsingar hér.


Pubquiz & Trúbadorstemmning

Laugardaginn 30. október kl. 18.00 – 22.00

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn kynnir Arnar & Smára úr hljómsveitinni ArnarArna en þeir munu spila og standa fyrir trúbadorkvöldi í Jónshúsi.

Dagskrá.
Kvöldið hefst á Pubquiz rétt svona til að skjóta laugardagsstemnningunni í gang. Spyrlatvíeykið er Harpa & Sigrún og standa þær fyrir spurningakeppni um Halloween í bland við almenna vitneskju í tveimur lotum.

Æskilegt er að í hverju liði séu 3-5 manns.

Nánari upplýsingar hér. 

Aðgangseyrir er 100 kr. Innifalið er bjór og pizza á meðan birgðir endast.
Hlökkum til sjá ykkur
Stjórn ÍFK


Íslensk guðsþjónusta í Esajas Kirke

Malmøgade 14, 2100 København Ø

Sunnudaginn 31.október kl. 13

Innsetningarmessa

Sr. Sigfús Kristjánsson sem tók nýlega við embætti sem prestur íslenska safnaðarins verður settur í embætti.

Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur setur Sigfús í embætti og auk þeirra þjóna prestar íslensku safnaðanna í Noregi og Svíþjóð.


Kjartan Ognibene verður við orgelið og leiðir tónlistina ásamt félögum úr Kvennakór Kaupmannahafnar.


Kaffihlaðborð Kvennakórs Kaupmannahafnar

Sunnudaginn 31. október kl. 14.30 – 16.30

Komið í Jónshús og njótið kaffihlaðborðs Kvennakórsins með vinum og vandamönnum. Boðið er upp á hnallþórur, heita rétti, brauðtertur, pönnukökur og fleira.

Nánari upplýsingar hér.


Prjónakaffi Garnaflækjunnar

Þriðjudaginn 2. nóvember kl. 18.30 – 21.30

Boðið upp á örnámskeið, en auk þess fáum við heimsókn frá íslenskum konum sem eru að fara að opna prjónabúð Garnkiosen á Amagerbrogade.

Allar nánari upplýsingar um Garnaflækjuna hér. 

Nánar um viðburðinn hér.


Kjötsúpa

Miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.00 – 15:00

Fyrsta miðvikudag í mánuði er Félag heldri borgara með ”Fællesspisning” kl. 13. Næsta miðvikudag verður boðið upp á íslenska kjötsúpu.

Guðrún sem á og rekur kaffihús með meiru, Gudrun's Goodies i Sankt Peders Stræde, eldar kjötsúpuna.

Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku og greiða fyrir sunnudaginn 31. október kl. 19:00.

Verð 60 kr.

Nánari upplýsingar hér.