Fréttabréf

Mömmumorgun, Kaffispjall, fótboltaleikur í beinni og sunnudagaskóli.

Föstudagskvöldið 17.mars heimsótti rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson Jónshúss.

Þar sat hann fyrir svörum og sagði sögur af skáldskapnum og Keflavík og fallegum leigubílstjórum. Meðal annars. Meðlimir í Leshringnum  Thor II spurðu gáfulegra og vel undirbúinna spurninga og einnig komu fyrirspurnir úr salnum sem var þétt setinn. Íslendingafélagið sá um veitingar sem voru vel þegnar. Lesa meira.


Mömmumorgun

Fimmtudaginn 23. mars kl. 11:00 - !4:00.

Staður og stund fyrir mæður í fæðingarorlofi og fyrir þær sem eru heimavinnandi. Húsið er opið frá kl. 11:00. 

Allir velkomnir, nánar um viðburðinn hér.


Kaffispjall

Íslendingar í atvinnuleit í Kaupmannahöfn

Hér er vettvangur til að ræða atvinnuleit, biðja um og koma með ráð og uppástungur, hvetja hvort annað, deila td. fræðslu og efni um atvinnuleit, deila atvinnuauglýsingum, deila eigin reynslu, og allt annað tengt þessu stóra verkefni. 

Fimmtudaginn 23. mars kl. 18:00 - 20:00.

Allir velkomnir, nánar upplýsingar um hópinn er að finna hér.


Ísland - Kosovo

Föstudagur 24. mars kl. 19:30 - 21:00.

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn sýnir leik Íslands og Kosovo í undankeppni HM2018.

Hægt verður að kaupa gosdrykki og bjór á staðnum.

Allir velkomnir, nánar um viðburðinn hér.


Sunnudagaskóli

Sunnudaginn 26. mars kl. 13:00 - 14:00.Sunnudagaskoli26mars

Allir velkomnir, nánar um viðburðinn hér.  


Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð færðimanns í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, veturinn 2017 - 2018.
6491431897_c72240a853_z
Nánari upplýsingar er að finna hér.