Fréttabréf

Fræðimaður segir frá, Hátíð Jóns Sigurðssonar og sunnudagaskóli
í dag miðvikudag  klukkan 17:00 ætlar Hjörleifur Stefánsson arkitekt og fræðimaður í Jónshúsi  að segja frá byggingarsögu Hegningarhússins við Skólavörðustíg.
Jonshus-19.-april[1]


Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er meðal merkustu húsa Reykjavíkur frá 19. öld og byggingarsaga þess einstök.

Í fyrirlestrinu verður húsið sett í samhengi við þróun í fangelsismálum í Evrópu og Norður-Ameríku á 18. og 19. öld þegar líkamlegar refsingar voru lagðar af og í staðinn kom fangelsisvist. Fangelsisvistin var skilgreind sem hegning eða betrun eftir því hvort talið var líklegt að fanginn gæti iðrast með hjálp einangrunar og trúarlegrar tilbeiðslu.

Hegningarhúsið markaði viss tímamót í byggingartækni á Íslandi og þættir í byggingarsögu þess einkennast af samskiptum íslenskra og danska embættismanna sem koma stundum á óvart.

Verið velkomin.


Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017, kl. 16.30. 


Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum.


Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála.

20160421_175321-1

Nánar um viðburðinn hér.


Sunnudagur 23. apríl klukkan 13:00 - 14:00.

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskoli23apr[4]