Fréttabréf
Laugardaginn 19. ágúst var skólasetning Íslenskuskólans. Eins og undanfarin ár munu íslensk börn fjölmenna í skólann á laugardögum.
Nemendahópnum verður skipt upp í tvær deildir.
Yngri deild 0. - 3. bekkur, kennt er frá klukkan 9:15 til 11:45.
Eldri deild 4. - 9. bekkur, kennt er annan hvorn laugardag frá klukkan 12:00 til 16:00.
Kennsla hefst í báðum deildum á laugardaginn.
Það kom fram á skólasetningunni að eitthvað er um að foreldrar sem skráðu börn í skólann í sumar hafi ekki fengið svör. Íslenskuskólinn er hluti af móðurmálskennslu Kaupmannahafnar kommunu og fer allt umsóknarferlið í gengum skólaskrifstofu Kaupmannahafnar.
Þeir sem ekki hafa fengið svör eða hafa einhverjar spurningar varðandi skólann er bent á senda Jórunni Einarsdóttur tölvupóst [email protected] hún mun leitast við að aðstoða ykkur.
Meira um íslenskuskólann er að finna hér.