Fréttabréf

Íslendingar í atvinnuleit, mömmumorgunn, kynningarfundur um fermingarfræðslu, guðsþjónusta og sunnudagskaffihlaðborð

Miðvikudagur 20. september.

Íslendingar í atvinnuleit í Danmörku

Fundur á morgun miðvikudag kl. 16:00 - 18:00.

Að þessu sinni á að fara yfir uppsetningu á CV og umsóknum fyrir danskan atvinnumarkað. Kjörið tækifæri til að hitta aðra í sömu sporum og fá nýjar hugmyndir fyrir atvinnuleitina.

Markmið þessa hóps er að efla tengslanet Íslendinga sem eru í atvinnuleit í Danmörku. Þetta er vettvangur til að ræða atvinnuleit, biðja um og koma með ráð og uppástungur, hvetja hvort annað, deila td. fræðslu og efni um atvinnuleit, deila atvinnuauglýsingum, deila eigin reynslu, og allt annað tengt þessu stóra verkefni. Nánar um hópinn er að finna hér.  


Fimmtudagur 21.september

Mömmumorgunn klukkan 11:00 - 14:00.

Nánar um viðburðinn hér.


Sunnudagur 24.september. 

Fermingarfræðsla

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna verður sunnudaginn kl. 12.00 í Jónshúsi. Unglingar ásamt foreldrum eru velkomnir til að fræðast um tilhögun kennslunnar. 

14435386_615987991859829_3605075367457087148_o


Guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju

13199419_10208540000329028_1176758734_o-1


Íslensk guðsþjónusta verður sunnudaginn 24. september kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur undir stjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Orgelleik annast Stefán Arason. Prestur sr. Ágúst Einarsson.

Verið velkomin!

Sunnudagskaffihlaðborð

Á sunnudaginn næstkomandi 24. september mun kammerkórinn Staka halda fyrstu kaffisölu vetrarins! Mætið og njótið heitra rétta, sætra kakna og rótsterks kaffi á meðan þið ræðið pólitík. 

Við hlökkum til að sjá ykkur! 

16711499_10154682162852928_748828794709967442_nVerðlisti:

Fullorðnir (yfir 15): 70 kr
Börn 10-14 ára: 30 kr
Börn undir 10: Frítt

Nánar um viðburðinn hér.