Fréttabréf

Haustfundur Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku, Icelandair - vist og sunnudagaskóli.

Kjélling í myndlistarheiminum!

Haustfundur Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku er í kvöld.  

Þar mun myndlistarkonan Kristín Gunnlaugsdóttir , sem nýverið opnaði sýninguna SuperBlack á Norðurbryggju, segja frá sýningunni, einnig mun hún fjalla um það hverning það er að vera kona í myndlistarheiminum, að harka sem einstæð móðir, og að mála drottingar og ekki prinsessur. 


IMG_1039-copy[1]-kopi

Nánar um viðburðinn er að finna hér.


Föstudagur 29. september

Félagsvist

ICELANDAIR-vistin (félagsvistin), hefst að nýju föstudagskvöldið 29. september, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi. Aðalvinningur vetrarins að þessu sinni er gjafabréf frá ICELANDAIR að verðmæti 3.500 DKK.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda og nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku, með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]

Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.

Með kveðju,
ÍFK

Spilavist-2016


Sunnudaginn 1. október klukkan 13:00 - 14:00. 
Sunnudagaskóli  
Allir velkomnir.
Sunnudagaskoli_auglysing_1okt[1]