Fréttabréf

Prjónakaffi, í beinni Tyrkland - Ísland, sunnudagaskóli, slökunarjóga og auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í íbúð fræðimanns. 


Fimmtudagur 5.október klukkan 18:30 - 21:30.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar í Kaupmannahöfn

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði eru prjóna/handavinnukvöld í Jónshúsi. Þar koma saman íslenskar konur á öllum aldri með handavinnu.  

Það góð ávallt gaman á þessum kvöldum, konurnar veita hvor annarri innblástur, og það er alltaf er hægt fá smá aðstoð við hanavinnuna ef þess er þörf. Annars er bara að spjalla og prjóna í góðum félagsskap yfir kaffibolla og  kökusneið.

Verð 30 kr.
Kaffi og kaka innifalin í verðinu.

IMG_7848

Nánar um viðburðinn hér.



Föstudagur 6. október kl. 20:00.

Fótbolti í beinni!

Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn stendur fyrir beinni útsendingu á landsleik Tyrklands og Íslands í forkeppni HM 2018 í fótbolta. Í Jónshúsi, á breiðtjaldi með íslenskri lýsingu RÚV. Ískaldur bjór og gos til sölu á vægu verði. Húsið verður opnað kl. 20:00. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Nánar um viðburðinn hér.


Sunnudagur 8. október klukkan 13:00 - 14:00.

Sunnudagskóli


Sunnudagaskoli_8okt


Slökunarjóga í Jónshúsi

Unnur Arndísar jógakennari býður uppá 6 vikna námskeið í slökunarjóga.

6 vikna námskeið – Þriðjudögum kl  16.30 – 17.45
17. október til og með 21. nóvember 2017 
Námskeiðisgjald er  700 dkr 


Þriðjudaginn 10.október kl 16.30-17.45 – frír prufutími.

Skráning og nánar um viðburðinn hér.


Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Jónshúsi

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota tímabilið 3. janúar til 18. desember 2018. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 30. október næstkomandi. Allar nánari upplýsingar og sérstök eyðublöð er að finna á heimasíðu Jónshúss.

Umsóknir um íbúðina skulu vera á sérstöku eyðublaði sem nálgast má á vef Jónsshúss og skulu berast skrifstofu Alþingis eigi síðar en mánudaginn 30. október nk. Umsóknir merkist:

Umsókn um fræðimannsíbúð
b.t. Jörundur Kristjánsson
Skrifstofu Alþingis
150 Reykjavík