Fréttabréf
Tónleikar, félagsvist, borðspilakvöld, íslensk guðsþjónusta og sunnudagskaffihlaðborð
Fimmtudagur 26. október klukkan 19:30 - 21:00.
"Improvisations Koncert" með Sólu Braga
Sólrún Bragadóttir
Tónleikar með nýstárlegu sniði þar sem Sóla mun syngja án undirleiks og impróvísera sönginn. Þetta form hefur hún verið að þróa á undanförnum árum og fengið mjög góð viðbrögð frá alls kyns áheyrendum af ýmsu þjóðerni.
Verð 100 kr.

Allir velkomnir.
Nánar um viðburðinn hér.
Föstudagur 26. október klukkan 18:00 - 19:00
Aðalfundur Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn

Aðalfundurinn verður haldinn í Jónshúsi.
Fundardagskrá verður með hefðbundnu sniði samkvæmt 7. grein samþykkta félagsins.
Samkvæmt 5. grein samþykkta félagsins, hafa einungis skuldlausir félagsmenn frá síðasta reikningsári (2016 til 2017) atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Hverju árgjaldi fylgir eitt atkvæði. Það verður mögulegt að greiða félagsgjald komandi árs áður en aðalfundurinn hefst til að öðlast atkvæðisrétt og kjörgengi.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla um starfsemina á liðnu ári/stjórnartímabili.
3. Reikningar lagðir fram.
4. Lagabreytingar.
5. Kosningar í stjórn og nefndir.
6. Kosning endurskoðanda (tveir og einn til vara).
7. Ákvörðun árgjalda.
8. Önnur mál.
Allir velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin
Föstudagur 27. október kl. 19:30.
Félagsvist ICELANDAIR-vist

Takmarkaður fjöldi þátttakenda og nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku, eigi síðar en miðvikudagskvöldið 25, október, með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]
Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu.
Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.
Laugardagur 28. október kl 17:30 - 22:30.
Stórskemmtilegt spilakvöld og þér er að sjálfsögðu boðið!
Hvað er meira viðeigandi á haustkvöldi í Kaupmannahöfn, en að hittast og spila frá sér allt vit? Kvennakórinn Dóttir bíður til spilaskemmtunar í Jónshúsi og er öllum spilaglöðum velkomið að vera með.
Það verða allskonar borðspil á staðnum en ykkur er að sjálfsögðu velkomið að taka með ykkur spil.
Á barnum verður hægt að kaupa dýrðlega drykki og spilanasl og fyrir þá sem mæta snemma verður skellt í ”pöntum pizzu gjörning”.
Við vonumst til þess að sjá sem allra flesta og eiga skemmtilegt kvöld saman.
Allur ágóði rennur í kórbauk Kvennakórsins Dóttir.
Nánar um viðburðinn hér.
Sunnudagur 29. október kl. 14:00 - 15:00.
Guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju

Íslensk guðsþjónusta. Félagar úr kammerkórnum Staka syngja.
Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir.
Prestur sr. Ágúst Einarsson.
Verið velkomin!
Aðalsafnaðarfundur í Jónshúsi kl. 15.20
Sunnudagskaffihlaðborð klukkan 15:00 - 17:00.
Jónshús er staðurinn til að sýna sig og sjá aðra.
Komið og njótið sunnudagsins, kaffihlaðborð að hætti Kvennakórsins.
Fullorðnir 80 kr og ókeypis fyrir börn yngri en 10 ára.