Fréttabréf- dagsskrá Jónshúss

Veturinn fer vel af stað í Jónshúsi og dagskráin næstu vikur er sem hér segir: 

Veturinn fer vel af stað í Jónshúsi og dagskráin næstu vikur er sem hér segir: 


 Félagsvist 

Icelandair félagsvist Íslendingafélagsins verður haldinn föstudaginn 25. Janúar og hefst stundvíslega kl. 19:30. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku eigi síðar en á miðvikudagskvöldið 23. janúar í netfangið vistdk@gmail.com. Ávallt gott að vita hversu margir ætla að mæta, það auðveldar við undirbúning veitinga.


Leiðsögn um íbúð Ingibjargar og Jóns

Í tilefni af endurgerð íbúðar Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar á 3ju hæð hússins verður leiðsögn um sýninguna næstu sunnudaga frá kl 13 til 14. Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður mun veita gestum og gangandi innsýn í heimili þeirra hjóna eins og það var um 1860, en eftir verulega vinnu á liðnu ári er íbúðin nú að mestu leyti eins og hún var á þeim tíma. 

Allir velkomnir


Krílasöngur

Mánudaginn 28. janúar kl. 10.30 - 11:30.

Krílasöngur fyrir þriggja mánaða til eins árs. 

Það er sungið, dansað og hlustað á tónlist. Nánd og snerting styrkir tengslamyndun milli foreldris og barns og söng gleðin styrkist. Rannsóknir sýna meðal annars að tónlist örvar hreyfi- og tilfinningaþroska barna. Tónlistarstundirnar örva öll skynsvið krílanna og þau njóta þess að vera með öðrum börnum og hinum fullorðnu. Börnin skynja stemmninguna sem skapast og upplifa gleðina í umhverfinu. Krílasöngur er fyrir öll lítil kríli og fyrir þitt barn er þín rödd fegurst!


Þorrablót

Nú liður að þorra og hið árlega Þorrablót Íslendingafélagsins verður haldið á Norðurbryggju laugardaginn 2. febrúar. Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00. Veislustjóri verður Sigríður Eyþórsdóttir, kórstjóri.Miðaverð í mat og á ballið er 450 kr, en miðaverð á ballið eingöngu er 150 kr.

Athugið að aðeins eru fáir miðar eftir. Til að tryggja sér miða skal senda tölvupóst á Emmu Magnúsardóttur eom.ifk@gmail.com


Guðsþjónusta

Íslensk guðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 3. febrúar kl. 14 í Skt. Pauls kirkju.Kammerkórinn Staka mun syngja undir stjórn Tóra Vestergaard, organisti er Sólveig Anna Aradóttir og prestur er sr. Ágúst Einarsson.


Verið hjartanlega velkomin!


Kaffihlaðborð

Á sunnudaginn 3. febrúar mun kammerkórinn Staka halda kaffihlaðborð í Jónshúsi. Húsið opnar kl. 15.00. Komið og njótið heitra rétta, sætra kakna og rótsterks kaffi!

Við hlökkum til að sjá ykkur! 

Verðlisti:

Fullorðnir (yfir 15): 70 kr
Börn 10-14 ára: 30 kr
Börn undir 10: Frítt


Prjónakaffi

Í ár lenti veturinn á þriðjudegi. Er því ekki kominn tími til að fytja upp á einhverju hlýju? Allt handavinnufólk velkomið.Kaffi og kaka 30 krónur.

Endilega tilkynnið þátttöku, til að tryggja að kökusneiðin værði hæfilega stór!

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna  hér.



Opnun sýningarinnar SUND eftir Sigurrósu Eiðsdóttur

Verið velkomin á opnun sýningarinnar SUNDeftir Sigurrósu Eiðsdóttur þann 8. febrúar frá kl. 18 til 20 í Jónshúsi.


Sigurrós Eiðsdóttir (f.1991) útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Goldsmiths háskólanum í London árið 2016. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars í London, Leipzig, Berlín, Adelaide og Reykjavík. SUND er þriðja einkasýning Sigurrósar en hún hefur einnig verið með einkasýningu í London og Adelaide. Sigurrós býr og starfar í Berlín. Hún vinnur aðallega með ljósmyndun og klippimyndir í mínímalískum stíl og notast ýmist við sínar eigin ljósmyndir eða fundið efni í klippimyndirnar. Áhugi hennar á grafískri hönnun endurspeglast í verkum hennar. SUND er röð ljósmynda eftir Sigurrós sem hún hefur klippt og endurraðað.

„Sundlaugin hefur alltaf verið partur af mínu lífi. Hún hefur sérstaklega haft mikla fagurfræðilega þýðingu fyrir mig. Það hvernig vatnið og blái liturinn tvinnist saman er einstaklega grípandi og hreyfingin í vatninu skapar síbreytileg listaverk. Augnablikin getur maður síðan fest á mynd. Þá er líkaminn líka svo fallegur í sundlauginni. Hann flýtur og er frjáls; partur af lauginni. Það að horfa á vatn hefur einnig ákveðið dáleiðsluvald, tíminn virðist oft afstæður á meðan. Það má í raun segja að sýningin sé eins konar óður minn til íslensku sundlaugarinnar sem ég sakna svo mikið”


Boðið verður uppá léttar veitingar

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna  hér.