Fréttabréf 7. júní 2019

Hátíðarguðsþjóðnusta og kaffihlaðborð annan í hvítasunnu.

Hátíðarguðsþjónusta í Esajas kirkju 10. júní

Íslensk guðsþjónusta verður annan hvítasunnudag 10. júní 2019 kl. 14 í Esajas kirkju   Vinsamlegast athugið nýja staðsetningu: Malmøgade 14, 2100 København Ø, í 10 mínútna göngufæri frá Jónshúsi (sænsku kirkjunni).

  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur. 
  • María Ösp Ómarsdóttir og Finnur Karlsson syngja og flytja tónlist. 
  • Fermd verða: Kristófer Örn Arnaldsson og Fríða Simone Friðriksdóttir. 
  • Organisti: Sólveig Anna Aradóttir. 
  • Prestur: sr. Ágúst Einarsson.

Kaffisala kvennakórsins 

Mánudaginn 10. júní kl. 15:00

Jónshús er staðurinn til að hitta vini og kunningja og fá sér kaffi og með því.

Kvennakórinn verður  með heita rétti, vöfflur og eitthvað gómsætt til sölu. 

Verið velkomin!