Fréttabréf Jónshúss 14. ágúst 2020

Listamannaspjall, Krílasöngur, Íslenskuskólinn og opnun sýningar Ingu Dóru.

Laugardaginn 1. ágúst opnaði í Jónshúsi samsýning Elísabetar Olku og Unu Gunnarsdóttur sem samanstendur af pappírsverkum sem unnin eru með blandaðri tækni. Sýningin kallast List Libertas, óður til frelsis, og verður hún opin til 21. ágúst. Unnt er að skoða sýninguna hvenær sem er þegar húsið er opið.

Listamannaspjall

Föstudaginn 14. ágúst kl. 18  munu listakonurnar Elísabet Olka og Una Gunnarsdóttir bjóða upp á leiðsögn og listamannaspjall um sýninguna þeirra "List Libertas" sem nú er á sal Jónshúss.

Boðið verður uppá kaffi og léttvín. Aðgangur er ókeypis.

r eru myndir frá vel heppnaðri opnun þar sem sönghópurinn Flóra söng nokkur lög.

Krílasöngur með Maríu Ösp

Krílasöngur er fyrir börn frá þriggja til tólf mánaða.

Alla þriðjudaga kl. 13.

Í krílasöng er sungið, dansað, skoðað, leikið og spilað. Tónlistin örvar öll skynsvið litlu krílanna og hefur góð áhrif á hreyfi- og tilfinningaþroska barna. Þau njóta þess að hlusta á foreldri sitt syngja fyrir þau og hjálpa þeim að rannsaka nýja hluti með öðrum börnum. Börnin elska stemmninguna sem skapast og upplifa tónlistina og gleðina sem myndast sterkt. Öll lögin eru á íslensku.

Krílasöngur er opin öllum og hvorki er gerð krafa um sönghæfileika foreldra né barna
Söngstundin er leidd af Maríu Ösp Ómarsdóttur.
Boðið er uppá kaffi, spjall og/eða kósý leikstund að söngnum loknum.
Nánar upplýsingar hér .
Hver söngstund kostar 70 kr á barn, pláss er fyrir 8 börn

Íslenskuskólinn

Skilaboð frá kennurum Íslenskuskólans:

Kæru foreldrar
Loksins - loksins!

Nú fer að líða að því að við hefjum íslenskukennsluna á ný, en kennsla hefst 22. ágúst.

Við erum enn að undirbúa skipulagið í kringum yngri og eldri hóp en vegna tæknilegra örðugleika hefur ekki verið hægt að fá úthlutað nemendalistum og þar af leiðandi höfum við ekki enn getað myndað hópana.

Við munum gera ráðstafanir til að minnka smithættu og sendum út nánari útfærslu á hópaskiptingum og tímasetningum eins fljótt og auðið er.

Ný facebook-síða hefur verið stofnuð sem heitir „2020/2021 - Íslenskuskólinn í Jónshúsi“ Vinsamlegast sækið um aðgang að henni. Facebook hefur að okkar mati reynst besti miðillinn til að koma skilaboðum áleiðis. Hér er tengill á síðuna:

Hlökkum til að sjá ykkur
Jórunn Einarsdóttir og Marta Sævarsdóttir

Opnun sýningar Ingu Dóru Nátturudraumar

Laugardaginn 22. ágúst kl. 17 verður sýning Ingu Dóru Sigurðardóttur, Náttúrudraumar, formlega opnuð á sal Jónshúss.


Sýndar verða akrýl- og vatnslitamyndir. Viðfangsefni Ingu Dóru eru aðallega kyrralífsmyndir og landslagsmyndir, en hugmyndirnar sækir hún í íslenska náttúru. Inga Dóra hefur haldið fimm opinberar sýningar, allar á suður Sjálandi, þar sem hún býr og starfar. 

Nánar um viðburðinn hér
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Inga Dóra verður einnig í Jónshúsi sunnudaginn 23. ágúst frá kl. 13 til 16.

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna sem verður í Jónshúsi til og með 10. september.