Fréttabréf Jónshúss

Hefur þú áhuga á að syngja með skemmtilegum hópi kvenna á mánudögum í Jónshúsi?

Kvennakórinn óskar eftir nýjum röddum.

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn

Kvennakórinn í Kaupmannahöfn óskar eftir nýjum röddum.

Kvennakórinn æfir á mánudögum frá klukkan 18:30 til 21:30. Áhugasamir sendið tölvupóst til [email protected]

Auglysingkvenna


Íslenskuskólinn í Jónshúsi

Skólastarfið fer vel af stað, mikill fjöldi nemenda er skráður í skólann. Umsóknarfrestur vegna kennara í skólann er runnin út og verður nýr kennari ráðinn á allra næstu dögum. Þar sem ekki verður búið að ganga frá ráðningu nýs kennara fyrir laugardaginn 10. september, fellur niður kennsla barna í 0 bekk. Síðustu tvo laugardaga hafa foreldrar verið Mörtu kennara innan handar.  Laugardaginn 17. september verður kennsla fyrir alla nemendur skólans. 


Sunnudagaskólinn 

Sunnudagaskólinn hefur göngu sína að nýju klukkan 13:00 sunnudaginn 18. september. Nánar auglýst í næstu viku.


Kvikmynd, tónlist og spjall

Fimmtudaginn 22. september kl. 17:15 - 19:00 hverfum við aftur í tímann. 

Sýnd verður stutt kvikmynd frá Þorláksblóti í Biskupakjallaranum frá 1954 í Kaupmannahöfn.  Nánar um viðburðinn hér.

Allir velkomnir