Fréttabréf Jónshúss

Karlakór, Prjónakaffi, Alþjóðlegur baráttudagur kvenna og sunnudagaskóli.


Íslenskur karlakór

Áhugi Íslendinga á að syngja í kór er mjög mikill. Nú eru fimm mismunandi kórar sem æfa í Jónshúsi.

Í janúar hóf göngu sína íslenskur karlakór. Næsta æfing er á morgun, miðvikudag, kl. 17:30.

Lesa meira 


Í dag, þriðjudag 6. mars.

Slökunarjóga með Unni Arndísardóttur

Frír prufutími í dag klukkan 16:30 - 17:45.IMG_1349

Prjónakaffi Garnaflækjunnar kl. 18:30 - 21:30.

IMG_7848
Fimmtudagur 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna


Eins og venja er verður haldið upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna í Jónshúsi. 

Í ár mun dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur halda erindi sem kallast "Kvenmynd forn og ný" og fjallar um stöðu konunnar í dag samanborið við fornkonurnar sem voru merkilegt nokk læknar og hofgyðjur og réðu meiru en margur heldur, eins og höfundur mun kynna nánar.


Góður félagsskapur, veitingasala og tónlistaratriði frá Kvennakórnum.

Húsið opnar kl.18 (veitingasala opnuð)
Ólína flytur erindi sitt kl. 19:00.

Nánar um viðburðinn hér.


Sunnudagur 11. mars klukkan 13:00 - 14:00.

Sunnudagaskóli

Næsta sunnudag verður mikið fjör í sunnudagaskólanum. Við ætlum að syngjum saman og hlusta á sögu. Eftir stundina verður boðið upp á hressingu og huggulegheit. Allir hjartanlega velkomnir.