Fréttabréf Jónshúss

Fræðimenn segja frá, foreldramorgunn og skólasetning Íslenskuskólans

Starfsemin í Jónshúsi er komin á fullt eftir sumarfrí.

Fræðimenn segja frá

Þriðjudagur 14. ágúst kl. 17:00 - 18:30

Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður og Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands eru fræðimenn sem dvelja í Jónshúsi í ágúst og munu þau halda kynningar á verkefnum sínum á þriðjudaginn, 14. ágúst kl. 17.00

Nánar um viðburðinn er að finna hér.


Foreldramorgunn

Fimmtudagur 16. ágúst kl. 11:00 - 14:00

Foreldramorgunn

Alla fimmtudaga hittast verðandi mæður, foreldrar í fæðingarorlofi og heimavinnandi foreldrar með litlu krílin sín í Jónshúsi. Hægt er koma með vagnana inn. Aðgangur ókeypis, boðið er upp á svart kaffi.


Skólasetning Íslenskuskólans.

Laugardagur 18. ágúst kl. 11:00 - 13:00

Á næstu dögum munu þau sem nú þegar hafa skráð börn sín fá tölvupóst með nánari upplýsingum. 

Þau ykkar sem ekki hafið skráð börn ykkar í skólann en óskið eftir skólavist eruð beðin um að hafa samband við starfskonu Móðurmálsskólans , Anouk með tölvupóst á netfangið cp3i@buf.kk.dk.


Listasýningar í sal Jónshúss

 Jónshús minnir á að listafólki gefst kostur á að sýna verk sín í sal Jónshúss. 

Áhugasamir hafi samband við umsjónarmann hússins Höllu Benediksdóttur, í síma 23281944 eða með því að senda tölvupóst á netfangið halla@jonshus.dk

Sjá má myndir frá opnun sýningar Ingu Lísu Middelton "Hugsað heim" hér.