Íslenskur jólamarkaður

Íslenskur jólamarkaður 

Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi sunnudaginn 24. nóvember frá klukkan 13 til 17

Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi sunnudaginn 24. nóvember frá klukkan 13 til 17

Hér er yfirlit yfir þá sem taka þátt:

 • · Arna Lára Pétursdóttir

Selur jólatré sem unnin eru úr tré, hönnuð af afa Örnu Láru. Nánar um jólatrén hér.

73031962_2420193278238206_1101647287379034112_o


 • · Bake My Day

Ynja Mist og Sunna Líf, sem eiga og reka Bake My Day verða með góðgæti til sölu, svo sem íslenska snúða, karamellur í krukkum, piparkökuhús til að setja saman og makkarónukökur með íslensku ívafi. 

Nánari upplýsingar um bakaríið hér .

3


 • · Berglind Levisdóttir

Í ár verður hægt að búa til sitt eigið jólaskraut. Berglind verður með jólakeramik til sölu. 

Á 2. hæð verður hægt að eiga hugglega stund og mála jólakeramik.

3_1574241994344


 • · Guðfinna Rósantsdóttir

Kerti, myndir, púðar og þæfðar sápur. Þemað hjá Guðfinnu í ár eru norðurljós.

5


 • · Iona Sjöfn

Hefur til sölu veggspjöld sem hún hefur hannað. Veggspjöldin kallast „orðlaus“ en orðlaus er verkefni um vinsæl, íslensk innskotsorð. Orðin eru byggð upp á klassísku fótaletri sem brotið er upp. Nánari upplýsingar hér.

4_1574242162094


 • · Puhadesign

Hjónin Guðný og Róbert frá fyrirtækinu Puha hafa á boðstólum eitt og annað skemmtilegt svo sem púða, merkispjöld, jóladagatal og boli. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins hér .

IMG_20191105_210432_712


 • · Sigrún Fanndal Sigurðardóttir

Mun kynna og selja nýja barnabók sem heitir Sæla, en auk þess verður hún með íslenska jólasveina og engla til sölu.

Nánar um bókina hér.

23467289_1690128581031499_4483390243116397568_o


 • · Sólrún Ylfa

Sólrún stundar nám við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og verður á markaðnum með tækifæriskort og veggspjöld með þrykkmyndum til sölu.

Travel-Blog-Title-iPhone-Layout-2


 • · S Design

Stefán Bragi hjá S Design verður með ýmiskonar veggspjöld og chillisultu til sölu. • · Systurnar Eva og Tinna

Bjóða upp á eitt og annað svo sem margnota innkaupapoka, lyklakippur, armbönd, naghringa fyrir börn, snuddubönd, barnasvuntur, jólamerkispjöld og jólahandklæði.

Jolamarkadur2019ET


 • · Stefanía Óttarsdóttir

Mætir á markaðinn með hinar sívinsælu „sörur“ sem eru jú smákökur, eins og margir vita.

Jolamarkadur2019SO

 • · Sólveig Sturludóttir

Gamaldags en nýbakað bakkelsi; flatkökur, skonsur og randalínur.


 • · Kvennakórinn í Kaupmannahöfn

Verður með kaffisölu, auk þess verður hægt að kaupa hjá þeim nýbakaðar vöfflur, Egils appelsín og sitt hvað fleira matarkyns, en einnig verða þær með bómullarskífur til sölu sem þær hafa heklað.

Travel-Blog-Title-iPhone-Layout

Sjáumst á sunnudaginn