Fréttabréf Jónshúss 22. 02. 2022

Eftir rólegan janúarmánuð fór starfið á fullt í febrúar og iðar nú Jónshús af lífi.

Dagana 23. febrúar til 1. mars er fjölbreytt dagskrá eins og hér má sjá og lesa:

Eftir rólegan janúarmánuð fór starfið á fullt í febrúar og iðar nú Jónshús af lífi.

 

Dagana 23. febrúar til 1. mars er fjölbreytt dagskrá eins og hér má sjá og lesa:


Opið hús og vöfflukaffi

Félag heldri borgara

Miðvikudaginn 23. febrúar kl. 13.00

Allir velkomnir

Nánar um viðburðinn hér.

 


Fimmtudagsmorgnar í Jónshúsi eru fjölskyldu- og ungbarnadagar

Krílasöngur með Eyrúnu kl. 11.00. Skráning og nánari upplýsingar hér.

 

Kerrufittnes með Önnu Svandísi kl. 11.00. Skráning og nánari upplýsingar hér.

 

Foreldramorgunn kl. 12 fyrir öll kríli og foreldra. Vöfflur með rjóma í boði Jónshúss.
Skráning hér.


Icelandar félagsvist Íslendingafélagsins

Föstudaginn 25. febrúar kl. 19.00

Icelandair félagsvistin er fastur liður í starfsemi Íslendingafélagsins . Vistin er haldin síðasta föstudag í mánuði og hefst spilamennskan stundvíslega kl. 19.

Veitingar í hléi eru seldar á 50 kr. Veitt eru verðlaun.

Aðalvinningar eftir veturinn eru tvö gjafabréf frá Icelandair, fyrir stigahæsta karlinn og stigahæstu konuna. Einnig eru veitt kvöldverðlaun að hverju sinni sem eru í boði Icefood.

Allir velkomnir, ungir sem aldnir, engin krafa er um að kunna félagsvist.

Skránign og nánari upplýsingnar hér.


Íslensk fjölskyldu guðsþjónusta í Esajas Kirke

Malmøgade 14, 2100 København Ø

Sunnudaginn 27. febrúar kl. 13.00

Kórarir Staka og Íslensku Barnakórarnir í Kaupmannahöfn leiða sönginn.

 

Prestur: Sr. Sigfús Kristjánsson

Nánri upplýsingar hér.


Sunnudagskaffihlaðborð kórsins Stöku

Sunnudaginn 27. febrúar kl. 14.30 – 16.30

Kammerkórinn Staka heldur sunnudagskaffi í Jónshúsi að guðsþjónustu lokinni þar sem boðið er upp á ljúffenga heita rétti, sætar kökur og kaffi.

 

Verðlisti:
Fullorðnir (yfir 15): 70 kr
Börn 10-14 ára: 30 kr
Börn undir 10: Frítt

Við hlökkum til að sjá ykkur.
Nánari upplýsingar hér.


Prjónakaffi Garnaflækjunnar

Þriðjudaginn 1. mars kl. 18.30 – 21.30

 

Kl. 19:30 mun textillistakonan Ragna Bjarnadóttir segja okkur frá ferlinu á bak við sýninguna sem nú er á sal Jónshús. Verk Rögnu eru textílverk unnin út frá innsæi, innblásin af mismunandi efnisáferðum og leik með handverksaðferðir og litaval sem í gengum tíðina hafa talist kvenlæg.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu.

Viðburðinn fer fram á íslensku. Kaffi/vínglas og kaka 30 krónur.
Skráning og nánri upplýsingar hér.

Til að geta tilkynnt þáttöku, þá þarftu að vera meðlimur í Garnaflækjan í Kaupmannahöfn.

Húsið opnar klukkan 18:15.

Allt handavinnufólk velkomið.