Fréttabréf Jónshúss

Leshringurinn Thor II og spilavist.

Fimmtudagur 23. febrúar 

Mömmumorgun 

Mömmumorgnar eru einn af föstu liðunum í starfi Jónshúss. Á hverjum fimmtudegi kl. 11:00 til 14:00 er opið hús fyrir mæður, og auðvitað feður líka, sem bundnar eru yfir börnum sínum heima. Börnin fá tækifæri til að leika sér saman og mæðurnar bera saman bækur sínar yfir kaffibolla. Allir velkomnir.

IMG_6879

Nánar um viðburðinn hér.


Leshringurinn Thor II

Leshringurinn Thor II var stofnaður í Kaupmannahöfn vorið 2014. Hann er öllum opin.  Stefnt er að því að hittast  einu sinni í mánuði í Jónshúsi. Bækur eftir íslensk skáld eru lesin. Nú á fimmtudaginn á að ræða bókina Hestvík, höfundur Gerður Kristný.

Allir velkomnir.

Nánar um viðburðinn hér.


Föstudagur 24. febrúar 

Spilavist 

Næsta ICELANDAIR-vist (félagsvist) verður á föstudagskvöldið 24. febrúar, stundvíslega kl. 19:30, í Jónshúsi.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda og nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku, eigi síðar en miðvikudagskvöldið 22. febrúar, með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]

Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.

Spilavist-2016