Fréttabréf Jónshúss
Mömmumorgun
Klukkan 11:00 - 14:00.Allir velkomnir, nánar um viðburðinn hér.

Mynd frá síðasta Mömmumorgni.
Föstudagur 31. mars
Icelandair - félagsvist
Hefst stundvíslega kl. 19:30 - 23:00.Takmarkaður fjöldi þátttakenda og því nauðsynlegt að tilkynna þátttöku, eigi síðar en í kvöld miðvikudag 29. mars, með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.

Sunnudagur 2.apríl
Páskabingó
ÍFK - Íslendingafélagið kynnir sitt árlega páskabingó, þar sem þú átt möguleika á að vinna gómsæt íslensk páskaegg.
Eitt bingóblað með 6 spjöldum innifalið í miðaverði. Félagar í ÍFK fá eitt blað ókeypis, gegn framvísun kvittunar fyrir greiddu félagsgjaldi. Takmarkaður fjöldi þátttakenda og skráning hér er nauðsynleg.
Að bingóinu loknu verður slegið upp alvöru íslensku kaffihlaðborði. Allir taka með sér heimabakað góðgæti á kaffihlaðborðið!
ÍFK býður upp á kaffi og djús.
ÍFK þakkar Góu og Islandsfisk fyrir veittan stuðning.
Með páskakveðju,
Stjórnin
Kóramót íslenskra kóra í Norður - Evrópu
Íslensku kórarnir Kvennakórinn, Staka og kvennakórinn Dóttir taka þátt í kóramóti sem fram fer í Kaupmannahöfn helgina 31. mars til 2. apríl.
Nánari umfjöllun hér.