Fréttabréf Jónshúss mars 2023
Opnun sýningar Ummerki. Sjáanleg Spor, Garnaflækjan, Páskamessa.
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2023-2024
Ummerki. Sjáanleg Spor
Laugardaginn 1. apríl kl. 13 – 15.
Verið velkomin á formlega opnun sýningar Maríu Kristínar H. Antonsdóttur.

Á sýningunni má sjá nýjustu verk hennar, þau eru gerð með svokallaðri koparþrykk aðferð þar sem María vinnur með efnið á óhefðbundinn hátt. Hún sækir innblástur frá Íslandi og á sýningunni „Ummerki. Sjáanleg Spor“ hefur María m.a. unnið með þurrkaða náttúru úr garði ömmu sinnar.
Í gegnum listina skoðar María hvernig bæði náttúra og samfélag hefur áhrif á sjálfsmynd og öfugt. María vinnur ekki í einum miðli, hún hefur m.a. unnið með gjörninga, ljósmyndir, myndskeið, texta og hljóð.
Máría er búsett í Danmörku og stundar mastersnám við Listaháskólann á Fjóni.
Nánar um listakonuna:
Allir velkomnir.
Aðgangur er ókeypis.
Prjónakaffi Garnaflækjunnar
Þriðjudaginn 4. apríl kl. 18 – 21.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar er fyrir alla sem hafa áhuga á handavinnu.
Boðið er upp á kaffi, kökusneið og vínglas gegn vægu gjaldi (50 kr.)
Nánari upplýsingar og skráning á viðburðinn hér.
Páskamessa
Mánudaginn 10. arpíl kl. 13 – 14 í Esajas Kirke.

Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgel og leiðir tónlistina.
Staka leiðir safnaðarsöng.
Verið velkomin
Nánar um viðburðinn hér.
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2023-2024

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota á tímabilinu frá 23. ágúst 2023 til 20. ágúst 2024. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 25. apríl næstkomandi.
Nánari upplýsingar hér.