Fréttabréf vikuna 23. - 30. ágúst.

Starfsemin í Jónshúsi er hægt og rólega að fara á fullt eftir sumarfrí.

Starfsemin í Jónshúsi er hægt og rólega að fara á fullt eftir sumarfrí.

Mömmumorgun

Mömmumorgnar eru alla fimmtudaga, næst hittast verðandi mæður og mæður með litlu krílin sín fimmtudaginn 25. ágúst, húsið opnar klukkan 10:00. Skráing og nánar um viðburðinn hér .

Kaffispjall 

Íslendingar í atvinnuleit hittast annan hvern þriðjudag í fundarherbergi á bókasafni Jónshúss.  Fundurinn eftir sumarfrí var vel sóttur. Næsti fundur er þriðjudaginn 30. ágúst. 

Nánari upplýsingar um hópinn er að finna hér.

Íslenskuskólinn ( móðurmálsskólinn)

Laugardaginn 20. ágúst var skólasetning Íslenskuskólans. Mæting á skólasetninguna var mjög góð. Mikil fjöldi nemenda er skráður í skólann skólaárið 2016 til 2017.  Eins og síðasta skólaár verða tveir kennarar. Marta Sævarsdóttir og nú er verið að auglýsa eftir kennara, umskóknarfrestur er til 2.september, nánar hér .

 

IMG_5799

Nemendur í 0. - 3. bekk verða fyrir hádegi eða frá 9:15 til 11:45. Kennsla hefst laugardaginn 27.ágúst.

Eftir hádegi verða nemedur í 4. bekk og eldri. Í ár verða nemendur eftir hádegi annan hvern laugardag frá klukkan 12:00 til 16:00, kennsla hefst í eldri hóp laugardaginn 3. september.

Kórar

Söngáhugi Íslendinga í Kaupmannahöfn er mikill, það eru þrír mismundandi kórar með æfingaaðstöðu í Jónshúsi. Kammerkórinn Staka, kvennakórinn Dóttir og kvennakórinn í Kaupmannahöfn.

Fyrsta æfing Stöku eftir sumarfrí er í kvöld. 

Kvennakórinn byrjar á því að halda aðalfund mánudaginn 29. ágúst klukkan 18:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

IMG_4848

Miðvikudaginn 31.október byrja stelpurnar í kvennakórum Dóttir. Þær hafa verið að auglýsa eftir nýjum stúlkum í kórinn og hafa viðtökur verið mjög góðar.

13921076_300977066929127_1151994936787140280_n

Nánari upplýsingar er að finna hér.