Fréttabréf júní 2022
Fermingjarmessa, vöfflukaffi, Garnaflækjan, 17. júní í Tívolí, Jón Kr. Ólafsson í Jónshúsi og ÞJóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur á Femören.
Gleðilegt sumar
Fermingarmessa
Mánudaginn 6. júní, annan í hvítasunnu, kl.
13 í  Esajas kirkju, 
Malmøgade 14, 2100 København Ø.
Fermdar verða þrjár stúlkur.
Prestur Sr. Sigfús Kristjánsson.
Kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur.
Að lokinni messu verður vöfflukaffi Kvennakórsins í Jónshúsi.
Allur ágóði af kaffisölunni rennur til Kvennakórsins.
Allir velkomnir.
Garnaflækjan
Þriðjudaginn 7. júní kl. 18.30 – 21.30.

Síðasta prjónakaffi fyrir sumarfrí.
Prjónakaffi Garnaflækjunnar fara fram á íslensku og eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu.
Veitingar kosta 30 krónur.
Endilega tilkynnið þátttöku hér, til að kökusneiðin værði örugglega hæfilega stór, en til að geta tilkynnt þátttöku, þarf viðkomandi að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn.
Húsið opnar klukkan 18:15.
Dagana 17. og 18. júní veður mikið um að vera í Kaupmannahöfn.
17. júní í Tívolí
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní býður Tívolí upp á fjölbreytta fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Um er að ræða uppistand, vinnustofu, íslenska köku og tónleika svo eitthvað sé nefnt.
Nánar um viðburðinn hér.
Þess má geta að undanfarnar vikur hafa sjálfboðaliðar prjónað veifur í íslensku fánalitunum og verða veifurnar hengdar upp í Tívolí 17. júní. Munu veifurnar setja mikinn svip á garðinn verða þær alls yfir þúsund talsins.

Tónleikar í Jónshúsi kl. 20
Jón Kr. Ólafsson og Ingimar Oddsson munu halda tónleika í Jónshúsi. Tónlistarmenn frá Íslandi og Danmörku leika með. Tónlistarsafn Jóns Kr. er 23ja ára þann dag og hljómsveitin Facon frá Bíldudal spilaði fyrst þennan dag fyrir 60 árum.

Aðgagur ókeypis, en skráning erá viðburðinn hér.
Tónleikar í Færeyingahúsinu kl. 20.30
Vesterbrogade 17a
Blaz Roca, Blaffi og DJ Bimbi

Kaupa miða hér.
Að vanda verður vegleg Þjóðhátíaðrdagskrá laugardaginn 18. júní
Íslendingafélagið í Kaupmannhöfn heldur Fjölskylduhátíð á Femøren við Amager Strandpark. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Dagskrá:
13.00 Svæðið opnar.
14.00 Formaður Íslendingafélagsins setur hátíðina.
14.15 Sigfús Kristjánsson sóknarprestur í Kaupmannahöfn heldur hátíðarræðu.
14.30 Fjallkonan stígur á stokk.
15.00 Arnar og Smári spila og syngja.
16.00 Leynigestur.
17.00 Formlegri dagskrá lýkur.
Frá kl. 13 mun Íslendingafélagið selja pylsur (eina með öllu) og drykki.
IceFood hefur íslenskt sælgæti til sölu.
Öll börn fá íslenska fánann og poppkorn, auk þess sem þeim verður boðið í Hoppukastala og andlitsmálningu að kostnaðarlausu.
Á staðnum verða leikir fyrir börnin og alla aðra líka.
Nánari um viðburðinn hér.