Fréttabréf og dagskrá

Hátíðarguðsþjónusta, íslenskt kaffihlaðborð, félagsvist og framkvæmdir á 3. hæð.

Hátíðarguðsþjónusta í Skt Pauls kirkju 

Íslensk hátíðarguðsþjónusta verður annan hvítasunnudag mán. 21. maí kl. 14.00 í Skt Pauls kirkju. 

  • Kammerkórnn Staka syngur. 
  • Ferming, fermd verður: Svandis Laufey Sigurbjörnsdóttir. 
  • Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir. 
  • Kvennakórinn Dóttir syngur. 
  • Altarisganga.
  • Prestur sr. Ágúst Einarsson.

Ferming 16. maí 2016


Kaffihlaðborð 

Á mánudaginn 21. maí mun kammerkórinn Staka halda íslenskst kaffihlaðborð eftir guðsþjónustu íslenska safnaðarins í Skt. Pauls Kirkju! 

Allir velkomnir
Komið og njótið heitra rétta, sætra kakna og rótsterks kaffi!

Við hlökkum til að sjá ykkur! 


Verðlisti:

Fullorðnir (yfir 15): 70 kr
Börn 10-14 ára: 30 kr
Börn undir 10: Frítt

16711499_10154682162852928_748828794709967442_n


ICELANDAIR-vist - félagsvist


Síðasta ICELANDAIR-vistin (félagsvist) í bili, er föstudagskvöldið 25. maí, stundvíslega kl. 19:30 í Jónshúsi.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku, eigi síðar en miðvikudagskvöldið 23. maí, með því að senda tölvupóst á vistdk@gmail.com

Fyrir hönd ÍFK,
Ásbjörn 

Verulegar breytingar á sýningu um Jón Sigurðsson

Í tilefni af hundrað ára fullveldisafmælis Íslands samþykkti Alþingi tillögur stjórnar Jónshúss um verulegar breytingar á sýningu um Jón Sigurðsson sem er á þriðju hæð hússins. Ákveðið hefur verið að færa íbúðina til fyrra horfs, í takt við það sem hún var þegar Jón og Ingibjörg bjuggu þar. 

Í samvinnu við stjórn hússins mun Þjóðminjasafn Íslands standa að nýju sýningunni og verður hún hluti af sýningum Þjóðmiðjasafnsins. Vegna framkvæmda verður þriðja hæðin lokuð þar til ný sýning verður opnuð síðar á árinu. 

Notast er við upplýsingar sem til eru, auk þess sem sérfræðingar á vegum Þjóðminjasafns Danmerkur hafa rannsakað og greint íbúðina með nýjustu tækni til þess að átta sig á litum, efni og áferð. Töluverð vinna felst í rannsóknum og síðan sjálfri framkvæmdinni.

Sem stendur eru málarar búnir að koma sér fyrir og verða í húsinu næstu vikur að mála íbúðina með þeirri tækni sem notuð var fyrir um 160 árum. Markmiðið er jú að endurskapa íbúðina eins og hún var á tímum Jóns og Ingibjargar, en þau bjuggu í Jónshúsi frá 1852 til 1879, og til að vel takist til þarf að beita aðferðum frá þeim tíma. 

Vegna framkvæmdanna hefur sýningin sem fjallaði um uppvöxt, ævi oglífsstarf Jóns Sigurðssonar og verið tekin niður, sem og litla sýningin sem var tileinkuð Ingibjörgu Einarsdóttur í eldhúsi þeirra.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér og  hér.