Fréttabréf og dagskrá

Icelandair félagsvist, sunnudagaskóli, Garnaflækjan, Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku og “kappar og fínerí” (í anda Ingibjargar E.)

Icelandair félagsvist

 Föstudaginn 29. mars, húsið opnar kl. 19.00

Síðasta föstudag í hverjum mánuði stendur Íslendingafélagið fyrir félagsvist. Í félagsvist er spilað á mörgum borðum þar sem fjórir sitja við hvert borð. Sigurvegarar á hveru borði færa sig á milli borða á milli leikja, eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Sömuleiðis er fyrirfram ákveðið hvernig haga skuli ákvörðun um gjafara og forhönd. Að öðru leyti eru sömu reglur og í vist.


 OD3095


Aðgangur er ókeypis en mikilvægt er að tilkynna þátttöku (vistdk@gmail.com) eigi síðar en miðvikudagskvöldið 27. mars. Það gerir skipuleggjundum auðveldra fyrir með að áætla veitingar sem eru veittar gegn vægu gjaldi.


Það er ávallt mikil og góð stemmning á þessum kvöldum. Allir velkonmir.


Sunnudagaskóli

 Sunnudaginn 31. mars kl. 11.15

Rebbi og Mýsla mæta á svæðið eins og venjulega. Við ætlum að syngja og dansa, fræðast, hlusta á sögu og gera margt fleira skemmtilegt.




Eftir stundina verður boðið upp á smá hressingu, kaffi og saft. Foreldrar hafa færi á að spjalla saman á meðan börnin lita og leika sér.


Garnaflækjan

 Þriðjudaginn 2. apríl kl. 18.30 – 21.30

 Garnaflaekjan


Vorið er komið og grundirnar gróa. Er þá ekki upplagt að mæta á prjónakaffi Garnaflækjunnar? Skráning og nánari upplýsingar hér.

Öll prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllu handavinnufólki. Athuga ber þó að allt fer fram á Íslensku.


Kaffi og kaka til sölu fyrir 30 krónur. Endilega tilkynnið þátttöku, til að kökusneiðin værði örugglega hæfilega stór.


Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku

Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku heldur fund fimmtudaginn 4. apríl. Nú mun ung íslensk kona úr atvinnulífnu að bjóða okkur á sinn vinnustað og segja okkur hvað hún hefur lært. 


53695270_10157162802174292_3277962973527670784_o

Tryggið ykkur miða hér: https://billetto.dk/e/thad-sem-eg-hef-laert-danmork-island-og-graenland-billetter-346261/

 Nánar um Félag kvenna í atvinnulífinu í Danmörku er að finna hér

50291369_10219577797621909_4222524052553596928_n


“kappar og fínerí” (í anda Ingibjargar E.)

Föstudaginn 5. apríl kl. 17.00

 2eb077_ef442bc1ba4d4759a96fb20b9ee21bde-mv2_d_4032_6048_s_4_2

Opnun sýningar. GuðrúnGunnarsdóttir mun sýna  víraverk út frá höfðuðskrauti Ingibjargar (sem hún ber á þeim ljósmyndum sem Guðrún hefur fundið af henni) og vatnslitaverk út frá mynstrum á þeim kjólum sem hún ber á ljósmyndum. Sýningin verður opin til 31. júní 2019.

 Allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar.

 Nánar um viðburðinn og skráning hér