Fréttabréf og dagskrá Jónshúss

Krílasöngur, foreldramorgunn og félagsvist

Þriðjudaginn 11. september kom hópur fyrrverandi alþingismanna og makar í heimsókn í Jónshús. 
Áður en þau komu í Jónshús gengu þau um slóðir Íslendinga í miðaldarbænum undir leiðsögn Hrannars Hólm og Ástu Stefánsdóttur. 

Félag fyrrverandi Alþingismanna

Þegar í Jónshús kom fengu gestirnir léttar veitingar. Umsjónarmaður hússins sagði þeim frá því sem er að gerast í húsinu og frá framkvæmdum sem eiga sér stað á 3. hæðinni í íbúð Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðurssonar. Gestirnir virtust vera glaðir og þökkum við fyrir skemmtilega heimsókn.

Krílasöngur í Jónshúsi

Fimmtudaginn 20. september

Tónlistarstund fyrir ungabörn 3-12 mánaða verður haldin í Jónshúsi á fimmtudaginn kl 11. Við syngjum saman og dönsum fyrir börnin okkar við íslenska tónlist. Það krefst engrar sér kunnáttu að syngja fyrir börnin- fyrir þitt barn er þín rödd fegurst! 
Rannsóknir hafa sýnt fram á að tónlist örvar m.a. tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Kíkið við á fimmtudaginn og það er að sjálfsögðu ÓKEYPIS

CoAHp7D7SoyywYyUI1FMUg


Félagsvist - athugið. breyttan tíma
Réttarball 
Kaupa miða hér