Fréttabréf og dagskrá Jónshúss

Krílasöngur, foreldramorgunn, Dansk - Islandsk Samfund, Réttarball og sunnudagaskóli.

Krílasöngur í Jónshúsi

Fimmtudaginn 27. september frá kl. 11.00 til 12.00.

Tónlistarstund fyrir ungabörn frá 3ja til 12 mánaða. 
Svafa Þórhallsdóttir söngkona og kórstjóri stjórnar viðburðinum. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Aðgangur ókeypis. 
Að loknum krílasöng er Foreldramorgunn í Jónshúsi. 

CoAHp7D7SoyywYyUI1FMUg


 Haustfundur Dansk - Islandsk Samfund í Jónshúsi.

 Fimmtudaginn 27. september kl. 19.30.

Guðmndur Hálfdánarson, prófessor í sögu við Háskóla Íslands fjallar um leið Íslands frá fullveldi 1918 til sjálfstæðs lýðræðisríkis 1944. Hann mun meðal annars ræða orskakirnar fyrir skilnaði Íslands og Danmerkur 1944. 

Vaabenskjoldtrans
Allar velkomnir, nánar um viðburðinn hér.


Íslendingafélagið stendur fyrir Réttarballi

Föstudaginn, þann 28. september frá kl. 20.00.

Alvöru íslenskt Réttarball í Kaupmannahöfn verður haldið á 
Tangóbar, Njalsgade 23D - 2300 Kbh. 
Boðið verður upp á al íslenska kjötsúpu fyrir 20 kr.
Seldur verður bjór og vín á staðnum. 
Jógvan og Vignir Snær spila fyrir dansi ásamt hljómsveit Önnu Hansen, en hljómsveitin spilar frá kl 23.00 til kl 02.00.


https://billetto.dk/e/rettarball-i-kaupmannahofn-billetter-306828

Sunnudagaskóli 

Sunnudaginn 30. september frá kl. 11.15 til 12.30.

 
Í sunnudagaskólanum er margt skemmtilegt um að vera fyrir börn á öllum aldri. Söngur, sögur, leikir og margt fleira skemmtilegt fyrir börn. Eftir samveruna er boðið upp á kaffihressingu, svo að fullorðna fólkið geti spjallað á meðan börnin lita og leika sér. Nánar um viðburðinn hér.
 
PS. 
Sunnudagaskólinn verður í Jónshúsi annan hvern sunnudag í vetur. Vinsamlegast athugið að þetta er ný tímasetning. Nánari upplýsingar um safnaðarstarfið í Danmörku má finna á www.kirkjan.dk. Einnig er hægt að finna okkur á facebook: Íslenski Söfnuðurinn í Danmörku.

Heimsókn í Jónshús

Þriðjudaginn 11. september kom fjölmennur hópur fyrrverandi alþingismanna og makar í heimsókn í Jónshús. Áður en þau komu í Jónshús gengu þau um slóðir Íslendinga í miðaldarbænum undir leiðsögn Hrannars Hólm og Ástu Stefánsdóttur. 
Zrxceo5HR9efNBg2om1CHQ


Þegar í Jónshús kom fengu gestirnir léttar veitingar. Umsjónarmaður hússins sagði þeim frá því sem er að gerast í húsinu og frá framkvæmdum sem eiga sér stað á 3. hæðinni í íbúð Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðurssonar. 

Gestirnir virtust vera glaðir og þökkum við fyrir skemmtilega heimsókn.
 
 RQAM44ygT6CcNKfKrhdDhg