Fréttabréf og dagskrá Jónshúss

Foreldramorgnar, Íslenskuskólinn og bókakynning 

Starfsemin í Jónshúsi er komin á fullt eftir sumarfrí
Foreldramorgunn
Alla fimmtudaga frá kl. 11:00 – 14:00 hittast foreldrar sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi með litlu krílin sín. Hægt er taka vagnana með inn í salinn. Aðgangur ókeypis, boðið er upp á svart kaffi.
Nánari upplýsingar er að finna hér. 


Nemendum er skipt upp tvo hópa
Bókakynning - Úrval ljóða
Aðgangur ókeypis.
Viðburðinn fer fram á dönsku og íslensku. 
Sigurlín Sveinbjarnardóttur formaður Dansk íslenska félagsins flytur erdindi á íslensku. 
Pia Tafdrup og Sigríður Helga lesa upp úr þessari nýútkomnu bók.
Dansk íslenska félagið var stofnað fyrir rúmum 100 árum í þeim tilgangi að undirbúa fullveldissamning milli Danmerkur og Íslands. Í gömlu lögunum, sem eru enn í gildi, eru helstu markmið þessi; að efla þekkingu, auka málskilning og kynna menningu milli Danmerkur og Íslands. Ný stjórn hefur ákveðið að snúa sér til breiðs hóps fólks, allt frá skólafólki til eldri kynslóða. Í þeim tilgangi hefur hún valið að gefa út og kynna gott úrval af ljóðum Piu Tadfdrup í tvímála bók, þar sem skáldið Sigríður Helga Sverrisdóttir hefur þýtt 80 ljóð og er það í fyrsta sinn sem ljóð Tafdrup eru þýdd á íslensku.
Pia Tafrup hefur átt sess meðal virtustu skálda í Danmörku og á Norðurlöndum og er handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk fjölda annarra verðlauna. Ljóð hennar eru lostafull, erótísk og tilvistarsinnuð með sterku og fögru myndmáli. 
Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi.
Kynningarfundur verður haldinn 17. águst kl. 11:00. Fundurinn er einkum ætlaður nýnemum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. 
Kennsla hefst laugardaginn 24. ágúst.
Kaupmannahafnar Kommunan býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sinni Kommunu. 
Nánari upplýsingar á heimasíðu  kk.dkYngri hópur (0.-2. bekkur) kennt frá kl. 9:15 - 11:45
Eldri hópur (3.- 9.bekkur) kennt annanhvern laugardag frá klukkan 12:00 - 16:00.
Verið velkomin á ljóðabókakynningu Dansk íslenska félagsins í Jónshúsi. _________________________________________________________