Fréttabréf og dagskrá Jónshúss

Félag heldri borgara – 60plús,  landsleikur, Orðabók Blöndals þá og nú og fermingarfræðsla í Jónshúsi.

Félag heldri borgara – 60plús

Sú hugmynd hefur komið upp að stofna Félag heldri borgara, 60 ára og eldri, með það að markmiði að sameina Íslendinga á besta aldri sem hættir eru að vinna og búa á Kaupamannahafnarsvæðinu (öllum opið). Haldnir verða ýmsir viðburðir svo sem félagsvist, fræðslufundir, þorrablót og fleira, með það að leiðarljósi að bjóða upp á skemmtun og afþreyingu, og í leiðinni efla tengslanet fólks. Hópurinn mun hafa aðsetur í Jónshúsi og mun dagskráin að mestu leyti fara fram á daginn.

Felag-heldri-borgara-i-Danmorku-3

Fyrsti viðburður hópsins er kynningarfundur sem verður haldinn miðvikudaginn 18. september kl. 13 í Jónshúsi. Áætlað er að fundurinn vari í um tvær klukkustundir og ljúki því um kl. 15.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  • Kynning á starfi vetrarins
  • Hádegisverður. Smørrebrød, tvær sneiðar; einn öl, vatn og kaffi
  • Halla Benediktsdóttir, forstöðumaður Jónshúss, kynnir starfsemina í húsinu og segir frá og sýnir endurgert heimili Ingibjargar og Jóns á þriðju hæð hússins

Verð fyrir veitingar er 50 krónur

Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á felagheldriborgara@gmail.com

Búið er að stofna hóp á Facebook hér.

Kær kveðja,
undirbúningsnefndin

Bogga, Halla og Vala


Landsleikur Íslands og Moldóvíu sýndur í Jónshúsi

Næstkomandi laugardag, 7. sept., leikur Ísland við Moldóvíu á heimavelli kl. 18 að dönskum tíma.Leikurinn verður sýndur í Jónshús i og mun knattspyrnuliðið FC Ísland standa fyrir sölu á bjór, gosi og léttvíni á meðan leiknum stendur.

Þar sem sætaframboð í Jónshúsi er takmarkað er fólk hvatt til að mæta snemma og taka vini sína með sér í alvöru landsliðsstemningu!

Sjáumst á laugardaginn. Áfram Ísland!

Nánari upplýsingar hér.


Orðabók Blöndals þá og nú

Frá prentaðri orðabók til stafrænnar útgáfu 

Fraedimadur-segir-fra-3_1567587813359
Fyrirlesarar eru Halldóra Jónsdóttir og Árni Davíð Magnússon frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Dansk Islandsk Samfund.

Íslensk-dönsk orðabók verður 100 ára á næsta ári og af því tilefni er nú unnið að stafrænni útgáfu á þessu mikla verki á Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík. Hópur stúdenta hefur annast verkið sem er mjög umfangsmikið, en bókin hefur að geyma um 80 þúsund íslensk uppflettiorð ásamt skýringum á dönsku. Þegar verkefninu lýkur verður til heimasíða þar sem allt innihald orðabókarinnar verður leitarbært með ýmsu móti.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu verksins í máli og myndum og greint frá starfinu við stafrænu gerðina ásamt undirbúningi þessarar nýju útgáfu sem verður tilbúin í apríl 2020.

Verkefnið er fjármagnað af Íslensk-dönskum orðabókarsjóði.

Fyrirlesturinn er á dönsku, fyrirspurnum verður svarað á íslensku og dönsku.

Nánári upplýsingar hér.


Skráning í fermingarfræðsluna er hafin

Ætlar barnið þitt að fermast 2020? Skráning í fermingarfræðsluna er hafin og nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu íslenska safnaðarins hér eða á www.kirkjan.dk