Fréttabréf þriðjudaginn 1. október 2019

Prjónakaffi garnaflækjunnar, Opið hús Heldri borgara – 60plús, Íslenski barnakórinn í Jónshúsi og auglýst eftir umsóknum um dvöld fræðimanns í Jónshúsi.

Prjónakaffi garnaflækjunnar

Í kvöld, þriðjudaginn 1. október, kl. 18.30.

Staður og stund fyrir þá sem hafa gaman að handavinnu og að hitta aðra sem hafa gaman af handavinnu. Allt handavinnufólk velkomið.

Kaffi og kaka á 50 krónur.

Þau sem hyggjast koma eru beðin um að tilkynna þátttöku, svo tryggja megi að kökusneiðin værði hæfilega stór. 


627B7506-B539-4F39-9176-E8D1465962E5
Nánari upplýsingar hér.


Opið hús Heldri borgara – 60plús

Miðvikudaginn 2. október frá kl. 13.00 til 16.00.

Verið velkomin.

Nánari uppýsingar hér.

8mwKTLqZRVKJiKq6InwupA



Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn 2020

Íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn, samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar, er laus til afnota árið 2020. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrifstofu Alþingis eigi síðar en þriðjudaginn 29. október næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Jónshúss.


Íslenski barnakórinn í Jónshúsi

Íslenski barnakórinn hefur starfsemi sína að nýju laugardaginn 5. október. Nú stendur yfir leit að stelpum og strákum til að syngja kórnum. Eins og undanfarin ár mun Sóla stjórna kórnum. 

Æfingar eru alla laugardaga frá kl. 12.00 til 13.00 í Jónshúsi.

Sóla eða Sólveig Anna Aradóttir kórstjóri/organisti er nemi í DKDM. Áður en hún kom til Kaupmannahafnar var hún kórstjóri Kórskóla Langholtskirkju og Graduale kórsins. Sóla stjórnar einnig strákunum í Hafnarbræðum, en auk þess er hún organisti íslenska safnaðarins.

Verð: 300 dkr fram að áramótum (veittur er systkina afsláttur).

Skráning https://docs.google.com/…/1wC5ufiVkJxjN9j40ZLmH13y3K5Z…/edit

Áhguasamir hafi samaband við Sóveigu í síma +45 52 22 60 68 eða sendið henni tölvupóst á netfangið solaaradottir@gmail.com

Ef þú átt barn á aldrinum frá 6 til 12 ára sem hefur gaman af því að syngja, þá er upplagt að mæta á laugardaginn.