Gleðileg jól

Hátíðarguðsþjónusta

Bestu jóla- og nýársóskir 

Hátíðarguðsþjónusta

Hátíðarguðsþjónusta verður haldin annan jóladag, 26. desember. kl. 14.00 í Skt. Pauls kirkju. Prestur er sr. Ágúst Einarsson. Jólakórinn leiðir söng. Stjórnendur eru María Ösp Ómarsdóttir og Finnur Karlsson. Orgelleik annast Stefán Arason.

Heimili Ingibjargar og Jóns er opið milli jóla og nýárs

Frá 27. til 31. desember frá kl. 10 til 16.

Sett hefur verið upp jólatré í stofunni eins og þau gerðu á sínum tíma. Í Danmörku er mikið um jólahefðir sem margar eru ættaðar frá Þýskalandi, eins og sjálft jólatréð, en það var árið 1811 sem jólatré kom í fyrsta sinn til Kaupmannahafnar, um 40 árum áður en Ingibjörg og Jón fluttu í íbúðina. Mörgum fannst á þeim tíma skreytt og upplýst grenitré vera hálf kjánaleg, en sú skoðun breyttist ansi fljótt og fólki tók að finnast vænt um jólatréð. Um miðja 19. öldina voru jólatréin í Kaupmannahöfn skreytt með kramarhúsum, lifandi ljósum, storkum, jólastjörnum og danska fánanum. Hin sér-dönsku jólahjörtu voru ekki til á þeim tíma, þau komu síðar til leiks. 


Allir eru velkomnir í jólastemninguna í íbúð Ingibjargar og Jóns.

Jónshús er lokað jóladag og nýarsdag.