Gleðilega páska

Hátíðarguðsþjónusta, páskakaffi, hátíð Jóns Siguðrssonar

Gleðilega páska.

Heimili Ingibjargar og Jóns verður opið um páskana. 

Opið frá kl. 10:00 - 16:00.

Verið velkomin, aðgangur ókeypis.  

Hátíðarguðsþjónusta á 2. degi páska, þann 22. apríl kl. 14 í Skt. Pauls kirkju.

Kammerkórinn Staka sér um söng og heldur utan um kaffihlaðborð í Jónshúsi að guðsþjónustu lokinni. 

Kammerkórinn Staka

Svafa Þórhallsdóttir syngur einsöng.

Svafa Þórhallsdóttir

Prestur er sr. Ágúst Einarsson og Sólveig Anna Aradóttir sér um orgelleik.


Páskakaffi kammerkórsins Stöku á annan í páskum kl. 15:00.

Það er fátt betra en að tylla sér í Jónshúsi í góðum félagsskap, gæða sér á gómsætum veitingum. 
Við verðum meðal annars með nýsteiktar íslenskar kleinur, pönnukökur, tertur og heita rétti . 
Endilega mætið og fagnið sumrinu með okkur. 

Nánari upplýsingar er að finna hér.


Umsóknarfrestur til að sækja um dvöl í íbúð fræðimanns í Jónshúsi 2019 -2020 rennur út 23. apríl 2019.

Nánari upplýsingar hér. 


 Hátíð Jóns Sigurðssonar 

Á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl verða verlaun Jóns Sigurðssonar veitt í 12. sinn.

Jón Sigurðsson. LÍÞ.


Verðlaun Jóns Sigurðssonar er veitt þeim einstaklingi/félagasamtökum sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Verðlaun Jóns Sigurðssonar hafa verið veitt eftirfarandi einstaklingum:


2018 Tryggvi Ólafsson 

2017 Annette Lassen

2016 Dansk – Islandsk Samfund

2015 Sigríður Eyþórsdóttir

2014 Bertel Haarder

2013 Erling Blöndal Bengtsson

2012 Dr. phil. Pétur M. Jónasson

2011 Frú Vigdís Finnbogadóttir

2010 Søren Langvad

2009 Erik Skyum –Nielsen

2008 Guðjón Friðriksson

 

Dagskráin hefst kl. 16.30 

  • Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis setur hátíðina og afhendir verðlaun Jóns Sigurðssonar.
  • Karlakórinn Hafnarbræður flytur nokkur lög undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur.
  • Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, flytur hátíðarræðu.
  • Léttar veitningar að lokinni dagskrá 

 Allir velkomnir 

Vinsamlegast látið vita af komu með tölvupósti til halla@jonshus.dk