Gleðilegt ár

Í tilefni áramóta langar mig að stikla á stóru varðandi starfsemi hússins á liðnu ári. Við byrjum á fréttum af kórunum, en óhætt að segja að áhugi Íslendinga á kórsöng sé mikill hér í borg,  því auk þeirra fjögurra kóra sem nefndir eru hér að neðan er Barnakórinn með aðstöðu til æfinga Jónshúsi.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir aldeilis frábært 2018!

Sunnudaginn 6. janúar hefst starfsemin eftir jólafrí með sunnudagaskólanum og í vikunni þar á eftir fer starfsemin á fullt með prjónakaffi Garnaflækjunnar þriðjudaginn 8. janúar, ásamt því að kórarnir hefja starf að nýju, og annað starf hússins fer af stað. 

Þorrablót Íslendingafélagsins verður haldið laugardaginn 2. febrúar. Miðasalan er hafin, þeir sem ætla panta miða sendi póst á info@islendingafelagid.dk.Í tilefni áramóta langar mig að stikla á stóru varðandi starfsemi hússins á liðnu ári. Við byrjum á fréttum af kórunum, en óhætt að segja að áhugi Íslendinga á kórsöng sé mikill hér í borg,  því auk þeirra fjögurra kóra sem nefndir eru hér að neðan er Barnakórinn með aðstöðu til æfinga Jónshúsi. Helstu fréttir: 


Nýr kór, karlakórinn Hafnarbræður, hóf göngu sína í janúar. Strákarnir æfa einu sinni í viku, á miðvikudögum, undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur.  Kammerkórinn Staka réði nýjan kórstóra. Stefán Arason sem hafði stjórnað kórum í nokkur ár hætti eftir farsælt starf og við tók Tóra Vestergaard.


Í febrúar var Kvennakórinn Dóttir með „sing-a-long“ þar sem kvikmyndin Með allt á hreinu var sýnd og gestir sungu með. 

Laugardaginn 3. mars var Kvennakórinn Dóttir með fjáröflunarkvöld þar sem fylgst var með úrslitakvöldi undankeppni Eurovison á Íslandi. 


Eftir tæplega 20 ár hætti Sigríður Eyþórsdóttir með Kvennakórinn og í haust tók María Ösp Ómarsdóttir við stjórnun kórsins. 


Sunnudagakaffihlaðborð sem er fjáröflun  kórana og er haldið í kjölfar guðsþjónustu hefur verið vel sótt og má segja að síðast hafi verið uppselt því allar veitingar kláruðust á skömmum tíma.

Aðrar viðburðir voru meðal annars þessir hér: 

·      Að vanda var Hátíð Jóns Sigurðsonar haldin á sumardaginn fyrsta og að þessu sinni hlaut myndlistarmaðurinn Tryggvi Ólafsson verðlaun Jóns Sigurðssonar.  Fjöldi fólks lagði leið sýna í Jónshús þennan sólríka dag og þótti athöfnin heppnast sérlega vel í alla staði. 

·      Á fimmtudögum frá kl. 11 – 14 mæta foreldrar með ungabörnin sín í Jónshús. Hittingurinn var upphaflega kallaður Mömmumorgun, en fékk í ár nýtt nafn; Foreldramorgunn. Í ár hafa foreldrar fjölmennt í húsið. Í haust stóð Svafa Þórhallsdóttir fyrir „krílasöng“ fyrir foreldra og ungabörn og féll sú nýbreytni í góðan jarðveg. 

·      Íslendingafélagið stór fyrir páska- og jólabingói og komust færri að en vildu, sem er það sama og segja má um skötuveisluna sem haldin var á Þorláksmessu. 

·      Stöðugur straumur er af hópum Íslendinga sem heimsækja Jónshús til að skoða húsið og heyra um þá starfsemi sem þar er, auk þess sem farið er á safnið á þriðju hæðinni. Einnig má nefna að stöðugt kemur á óvart hversu bókasafnið í húsinu er vel nýtt. Mjög mikil og stöðug aðsókn er í safnið, og mikil eftirspurn eftir bókum, ekki síst nýjum bókum. Þannig að þeir sem luma á bók eða bókum sem vantar nýtt heimili er bent á að hafa samband við Jónshús. 


Óhætt að segja að starfið í húsinu gangi vel en það sést best á að þátttaka er mikil og góð í nær öllu sem fram fer í húsinu. Sem dæmi má nefna að aldrei áður hafa jafn mörg börn sótt Íslenskuskólann og mikil fjölgun hefur verið í sunnudagaskólanum sem fer fram annan hvorn sunnudag.

Heimili Ingibjargar og Jóns

Viðamikill þáttur í starfsemi hússins árið 2018 var gerð nýrrar sýningar á þriðju hæðinni, en um var að ræða endurgerð íbúðar þeirra Ingibjargar og Jóns, þar sem íbúðin var færð í það horf sem hún var í þegar þau hjón bjuggu þar, um 1860. Sumarið og haustið fór í að endurskapa íbúðina formleg opnun nýrrar sýningar var fimmtudaginn 6. desember. Óhætt er að segja að mikil og metnaðarfull vinna hafi verið innt af hendi af fjölda manns, enda hefur nýja sýningin hlotið afar góð viðbrögð. 

Um leið og við þökkum fyrir lifandi og skemmtilega starfsemi í Jónshúsi, óskum við notendum hússins, og öllum öðrum, farsældar á árinu sem var að byrja og vonumst eftir að starfsemin haldi áfram að blómstra.