Hátíð Jóns Sigurðssonar

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2016, kl. 16.30. 

Hátíð Jóns Sigurðssonar verður haldin í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2016, kl. 16.30. Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta verða afhent af því tilefni. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á lofti verkum hans og hugsjónum.


Jón Sigurðsson. Málverk eftir August Schiött.Dagskrá:

  • Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setur hátíðina.
  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn flytur íslenska tónlist.
  • Einar Kárason rithöfundur flytur hátíðarræðu.
  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn flytur íslenska tónlist.
  • Forseti Alþingis afhendir verðlaun Jóns Sigurðssonar forsteta.
  • Kvennakórinn í Kaupmannahöfn flytur lag í tilefni sumardagsins fyrsta.

Léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Karl M. Kristjánsson, formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, stjórnar dagskrá.

Allir velkomnir.