Haustfrí

Húsið verður lokað frá 17. október til 22. október,  í viku 42.  Öll starfsemi í húsinu fer í haustfrí nema AA og AL - Anon fundir.

Húsið verður lokað frá 17. október til og með 22. október,  í viku 42.  Öll starfsemi í húsinu fer í haustfrí nema AA og AL - Anon fundir.


Mömmumorgun 

Fimmtudaginn 13.október klukkan 11:00 til 14:00.
Allar mæður og verðandi mæður velkomnar. 

Það er hægt að taka vagninn inn. 


Íslenskuskólinn

Laugardaginn 15. október er kennsla bæði fyrir yngri og eldri nemendur. Laugardaginn 22. október er haustfrí, engin kennsla.


Sunnudagaskóli

Sunnudaginn 23.október er sunnudagaskóli klukkan 13:00 til 14:00. Nánar auglýst síðar. 


Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn, boðar til aðalfundar félagsins:

 föstudaginn 28. október 2016, kl. 18:00 í Jónshúsi.

 Falki-stor

Fundardagskrá verður með hefðbundnu sniði samkvæmt 7. grein samþykkta félagsins.

Samkvæmt 5. grein samþykkta félagsins, hafa einungis skuldlausir félagsmenn frá síðasta reikningsári (2015 til 2016) atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Hverju árgjaldi fylgir eitt atkvæði. Það verður mögulegt að greiða félagsgjald komandi árs áður en aðalfundurinn hefst, til að öðlast atkvæðisrétt og kjörgengi.

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla um starfsemina á liðnu ári/stjórnartímabili.

3. Reikningar lagðir fram.

4. Kosningar í stjórn og nefndir.

5. Kosning endurskoðanda (tveir og einn til vara).

6. Ákvörðun árgjalda.

7. Önnur mál.

Tillögur að lagabreytingum er hægt að senda á netfangið: [email protected], í síðasta lagi 14. október nk.

Allir velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin


Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í íbúð fræðimanns í Jónshúsi 2017

Nánari upplýsingar hér.