Íslenskir tónleikar í Kaupmannahöfn

THOR Productions viðburðafyrirtæki er stolt af því að geta boðið uppá íslenska tónleikaröð í fyrsta sinn í Danmörku, Fernan er samsett af fjórum tónleikum þar sem þér gefst kostur á að fara mánaðarlega á tónleika frá febrúar - maí 2019. #FERNAN19

THOR Productions viðburðafyrirtæki er stolt af því að geta boðið uppá íslenska tónleikaröð í fyrsta sinn í Danmörku, Fernan er samsett af fjórum tónleikum þar sem þér gefst kostur á að fara mánaðarlega á tónleika frá febrúar - maí 2019. 

Fernan gefur þér einstakt tækifæri til að upplifa þverskurð af okkar bestu tónlistarmönnum sem Ísland hefur uppá að bjóða. Fernan höfðar til allra, ungra sem aldna, Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 


Páll Óskar Hjálmtýsson 

23. febrúar 2019


Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að slá í stórtónleika. Hann flytur öll bestu lög ferils síns frá 1993 til dagsins í dag. 
Öllu verður tjaldað til, dansarar, búningar, bombur, stórkostlegt ljósashow. Tvennir tónleikar verða í boði : 

  • kl 15:00: Fjölskyldutónleikar (ekkert aldurstakmark) 
  • kl 21:00: Kvöldtónleikar (18 ára aldurstakmark)
 Nánari upplýsingar og miðasala er að finna hér.

Herra Hnetusmjör og Huginn

21.mars 20019  


Herra Hnetusmjör og Huginn taka við keflinu og slá upp dúndur partýi með öllum sínum bestu lögum í bland við nýtt efni. Vinsældir strákanna fara ört vaxandi og efnið sem þeir gefa frá sér leitar án undantekningar alltaf á topp helstu vinsældarlista á Íslandi. Þann 2. febrúar síðastliðinn unnu þeir til þriggja verðlauna á Hlustendaverðlaunum 2019. 

Huginn var kosinn nýliði ársins og Herra Hnetusmjör var kosinn flytjandi ársins og vann einnig verðlaunin fyrir plötu ársins; Hetjan úr hverfinu.

Nánari upplýsingar og miðasala er að finna hér.



Jónas Sig og hljómsveit

25. apríl 2019


Þriðju tónleikar Fernunnar eru 25. apríl þar sem okkar ástsæli tónlistarmaður Jónas Sig mun koma fram ásamt full skipaðri hljómsveit með hljóðfæraleikurum á heimsmælikvarða. 

Búast má við hugljúfum og flottum tónleikum þar sem Jónas flytur lög af nýjustu plötunni sinni Milda hjartað sem kom út síðastliðið haust og e.t.v. fá einhverjar af hans þekktustu perlum að fljóta með. Jónas Sig höfðar vel til allra og í vændum eru bráðflottir tónleikar.

Nánari upplýsingar og miðasala er að finna hér.


Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson

6. maí 20019


Tveir af allra bestu lagahöfundum Íslands, þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktir sem Stebbi og Eyfi, mæta galvaskir saman félagarnir til Kaupmannahafnar þann 16. maí og standa fyrir alvöru Eurovision stemmningu, ásamt því að flytja fyrir okkur sínar þekktustu íslensku perlur. 

Eitt er víst; Nína verður öskursungin af tónleikagestum þetta kvöld. Frábær leið til að loka fernunni þetta vorið.

Nánari upplýsingar og miðasala er að finna hér.  



Tónleikaröðin fer fram í tónleikahöllinni 
KPH Volume, Enghavevej 80.

Miðasala og nánari upplýsingar eru að finna á likesíðu THOR Productions :
https://www.facebook.com/thorproductions/

& inná :

https://www.thor-productions.com/booking