Íslenskuskólinn, bókakynning Dansk íslenska félagsins.

Vikan 12. - 18. ágúst 2019

Starfsemin í Jónshúsi er komin á fullt eftir sumarfrí

Foreldramorgunn

Alla fimmtudaga frá kl. 11:00 – 14:00 hittast foreldrar sem eru í fæðingarorlofi eða heimavinnandi með litlu krílin sín. Hægt er taka vagnana með inn í salinn. 

Aðgangur ókeypis, boðið er upp á svart kaffi.

DneV1cB0SWSbs+mz1CEdxw 

Nánari upplýsingar er að finna hér. 


Íslenskuskólinn í Jónshúsi

Íslensk börn í 0. til 9. bekk eiga möguleika á að sækja móðurmálskennslu á laugardögum í Jónshúsi.

Skólaárið hefst með fundi fyrir nýja nemendur og foreldra og/eða forráðamenn þeirra. Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag skólans og helstu áherslur. 

Formleg kennsla hefst laugardaginn 24. ágúst. 

Yngri nemendur (0.- 2. bekkur) mæta frá 9.15 til 11.45

Eldri nemendur (3. - 9. bekkur) mæta frá 12.00 til 16.00

Kaupmannahafnarborg býður börnum á grunnskólaaldri sem eru með lögheimili í Kaupmannhöfn upp á ókeypis móðurmálskennslu. Börn sem búa í ekki í Kaupmannhöfn hafa líka rétt á þessari kennslu, en þurfa sækja um hjá sínu sveitarfélagi (kommúnu). 

Nánari upplýsingar á heimasíðu kk.dk og á heimasíðu Jónshúss hér.


Bókakynning - Úrval ljóða

Laugardaginn 17. ágúst kl. 15:30 – 17:00

Verið velkomin á ljóðabókakynningu Dansk íslenska félagsins í Jónshúsi. 


9MmuF16cQYCTvF8IAlQWng_1565686931218

  • Sigurlín Sveinbjarnardóttur formaður Dansk íslenska félagsins flytur erindi á íslensku. 
  • Pia Tafdrup og Sigríður Helga Sverrisdóttir lesa upp úr nýútkominni tvímála bók, þar sem Sigríður Helga hefur þýtt 80 ljóð eftir Piu og er það í fyrsta sinn sem ljóð Tafdrup eru þýdd á íslensku.

Aðgangur ókeypis.

Viðburðinn fer fram á dönsku og íslensku. 

_________________________________________________________

Dansk íslenska félagið var stofnað fyrir rúmum 100 árum í þeim tilgangi að undirbúa fullveldissamning milli Danmerkur og Íslands. Í gömlu lögunum, sem eru enn í gildi, eru helstu markmið að efla þekkingu, auka málskilning og kynna menningu milli Danmerkur og Íslands. Ný stjórn hefur ákveðið að snúa sér til breiðs hóps fólks, allt frá skólafólki til eldri kynslóða. Í þeim tilgangi hefur hún valið að gefa út og kynna gott úrval af ljóðum Piu Tadfdrup í tvímála bók, þar sem skáldið Sigríður Helga Sverrisdóttir hefur þýtt 80 ljóð og er það í fyrsta sinn sem ljóð Tafdrup eru þýdd á íslensku.

Pia Tafrup hefur átt sess meðal virtustu skálda í Danmörku og á Norðurlöndum og er handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs auk fjölda annarra verðlauna. Ljóð hennar eru lostafull, erótísk og tilvistarsinnuð með sterku og fögru myndmáli.