Jólamarkaður í Jónshúsi

Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi, Jólatónleikar íslensku kóranna í Kaupmannahöfn í Ansgar Kirke, Jólabingó Íslendingafélagsins Vesterbrogade 17A og jólaprjónakaffi í Jónshúsi.

Íslenskur jólamarkaður í Jónshúsi

Sunnudaginn 5. desember kl. 13 – 16

Líkt og undanfarin mörg ár verður haldinn jólamarkaður í Jónshúsi þar sem Íslendingum gefst tækifæri að selja hönnun, handverk eða eitthvað matarkyns.

Margt lista- og handverksfólk hefur boðað komu sína og verður því mikið og fjölbreytt úrval á boðstólum. Þetta er tilvalið tækifæri til að koma í Jónshús og skoða og fá sér heitt kakó, jólaglögg og eplaskífur, og jafnvel kaupa eitthvað íslenskt og fallegt. Alllir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Á jólamarkaðnum þetta árið má meðal annars finna barnaföt, boli , bókina um Sælu , dúkkuföt, flatkökur með hangikjöti, föðurland , handmálaða leirvasa , íslandsklukku, jólaföndur, jólasveina, jólasveinaspil , jólaskraut , Jón í lit, keramik , kerti, kort, leggins , málverk , skartgripi , spil og Sörur.

Veitingasala verður í umsjá Íslendingafélagsins , en þar verður hægt að kaupa heitt kakó með rjóma, kaffi, jólaglögg og eplaskífur.
Þeir sem koma á Jólamarkaðinn þurfa að sýna kórónupassa.


Jólatónleikar íslensku kóranna í Kaupmannahöfn

Laugardaginn 4. desember kl. 15 – 16

Ansgar Kirke, Mågevej 33, København NV

Dagskrá:

  •  Íslenski Kvennakórinn í Kaupmannahöfn
  •  Staka
  • Hafnarbræður
  • Hafnarsystkini
  • Kvennakórinn Dóttir
  • Samsöngur allra kóra

Miðaverð er 50 kr fyrir fullorðna og ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

Takmarkaður miðafjöldi er í boði og miðasala fer fram með að senda tölvupóst á [email protected] eða skilaboð til Dóttur á Facebook.
Nánari upplýsingar hér. 

Hlökkum til að sjá ykkur.


Jólabingó Íslendingafélagsins

Laugardaginn 4. desember kl. 13.00 – 14.30

Vesterbrogade 17A, 1620 København V

Hið árlega Jólabingó Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn fer fram í Færeyjahúsinu.

Jólabingóið er í boði ICEFOOD sem gefur alla vinninga.

Miðaverð er 50 kr., innifalið er eitt bingóspjald, kakó og eplaskífur.

Miðarnir eru seldir á Billetto: https://billetto.dk/.../jolabingo-islendingafelagsins-i...

Unnt verður að kaupa fleiri bingóspjöld á staðnum, 20 kr. stk.

Ókeypis er fyrir börn 6 ára og yngri.

Nánari upplýsingar hér.


Jólaprjónakaffi

Þriðjudaginn 7. desember kl. 18.30 – 21.30

Á síðasta prjónakaffi ársins verður meira lagt í veitingar en vanalega og því verður boðið upp á veitingar frá Boutique Fisk.

Verð er 50 kr. fyrir mat og drykk. Unnt er að greiða með MobilePay. Skráning er nauðsynleg því pantaður verður matur. Skráning hér. 

Til að geta tilkynnt þáttöku er nauðsynlegt að vera meðlimur í Garnaflækjunni í Kaupmannahöfn.

Prjónakaffi Garnaflækjunnar eru opin öllum sem hafa gaman af handavinnu.

Húsið opnar klukkan 18.15.