Nýtt í Jónshúsi

Leshringurinn Thor II, sunnudagsbröns og námskeið fyrir konur

Miðvikudagskvöldið 17. febrúar hittist Leshringurinn Thor II klukkan 21:00 á Bókasafninu í Jónshúsi. Þátttakendur munu ræða bókina Lausnin eftir Evu Magnúsdóttur.  Bókina er hægt að kaupa sem rafbók hjá Forlaginu. 

Allir velkomnir.


Nýtt í Jónshúsi

Sunnudagsbröns

Boggubraud

Sunnudaginn 28.febrúar verður boðið upp á Bröns frá klukkan 11:00 – 14:00.

Brönsinn verður með íslensku ívafi.

T.d. íslenskur reyktur lax, ss pylsur, íslenskt smjör, flatkökur, nýbakað seytt rúgbrauð, pönnukökur, skyr og fleira og fleira.

Verð fyrir hlaðborð, kaffi/te og ávaxtasafa er 120 kr. Börn 5-12 ára 60 kr. Börn undir 5 ára frítt

Takmarkaður fjöldi.

Til að tryggja sér sæti er boðið upp á að greiða fyrirfram.

Nánari upplýsingar veitir Sveinbjög/Bogga í síma 2122 3404 og hér.


Námskeið fyrir konur

Í formi með Tobbu laugardaginn 5. mars frá klukkan 13:30 – 16:30.

Námskeið / verkvinna fyrir íslenskar konur búsettar í Kaupmannahöfn og nágrenni. Kennslan fer fram á íslensku. 

12513574_10153770549790469_6502048039752224344_o

Það er alltaf hægt að gera aðeins betur og hlúa að heilsunni, sérstaklega í skammdeginu þegar danski og raki kuldinn smýgur inn í merg og bein!

Skráning og nánari upplýsingar hér.


Íslenskuskólinn er í vetrarfrí 20. febrúar.

______________________________________________________________________________________________

Jónshús er opið í viku 7. 

Bókasafnið og sýningin um ævi og störf Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur er opið:

Þriðjudag - föstudag 11:00 – 17:00

Laugardag og sunnudag 10:00 – 16:00

 


Þú finnur Jónshús á Facebook og á Instagram þar er hægt að fylgjast með því blómlega starfi sem fram fer í Jónshúsi.