Síðasta félagsvistin fyrir sumarfrí

Síðasta félagsvistin (ICELANDAIR-vistin) í bili, verður föstudagskvöldið 27. maí, stundvíslega kl. 19:30, húsið opnar klukkan 19:00

Icelandair- vist

Síðasta félagsvistin (ICELANDAIR-vistin) í bili, verður föstudagskvöldið 27. maí, stundvíslega kl. 19:30, húsið opnar klukkan 19:00. 

Takmarkaður fjöldi þátttakenda, því er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku, eigi síðar en miðvikudagskvöldið 25. maí, með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]

Aðgangur er ókeypis, en veitingar eru til sölu. Hægt er að greiða með reiðufé og MobilePay.


Mömmu/bumbumorgnar

Nú ég maí hófust Mömmu/bumbumorgnar í Jónshúsi að nýju.

Þetta hefur fallið í mjög góðan jarðveg hjá barnshafandi mæðrum og mæðrum með börn. Þátttaka hefur verið mjög góð.  

Næsti hittingur verður fimmtudaginn 26. maí klukkan 10:00 - 14:00. 


IMG_4629

Nánar um hópinn hér. Nánar um viðburðinn næsta fimmtudag hér .


Kaffispjall í Jónshúsi

Er opið fyrir alla Íslendinga sem eru í atvinnuleit í Danmörku. Þessi hópur ætlar að hittast annan hvern þriðjudag á bókasafni Jónshúss. Nánar um hópinn hér.
Næst hittist hópurinn þriðjudaginn 31.maí klukkan 11:30.


 Skráning í Íslenskuskólann næsta vetur er hafin! 

Skráningin er rafræn og fer fram í gegnum kommununa. Flestir grunnskólarnir hafa sett upplýsingar inn í forældreintra. Látið endilega boð út ganga til þeirra sem þið þekkið til og vitið að hafa áhuga á að vera með næsta vetur!

Hér er að finna nánari upplýsingar.