Sumarprjónakaffi og margt fleira á dagskrá í júní
Leshringurinn Thor II, Mömmumorgun, prjónakaffi, sumartónleikar og sumarfundur FKA - DK.
Miðvikudagur 1. júní klukkan 21:00
LESHRINGURINN THOR II

Miðvikudaginn 1. júní klukkan 21:00 á Bókasafninu í Jónshúsi. Að þessu sinni verður bókin Ráðskona Óskast í Sveit eftir Snjólaugu Bragadóttur til umfjöllunar.
Allir velkomnir.
Fimmtudagur 2. júní klukkan 10:00 - 14:00
MÖMMUMORGUN

Allar mömmur og verðandi mömmur velkomnar.
Fimmtudagur 2. júní klukkan 19:00 - 22:00
SUMARPRJÓNAKAFFI
Skráning og nánar um viðburðinn hér.
Mánudaginn 6. Júní kl. 19:30
ÍSENSKI KVENNAKÓRINN Í KAUPMANNAHÖFN
Íslenski kvennakórinn heldur sumartónleika í Frihavnskirken, Willemoesgade 68, Østerbro.

Að þessu sinni verður sungið um dularfullar konur. Þar koma við sögu álfkonur, englar, draugar og margar fleiri.
Nánar um viðburðinn hér.
Fimmtudaginn 9. júní klukkan 18:00 - 21:00
SUMARFUNDUR - Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku - FKA - DK

Kynorkan í viðskiptalífinu - losti, daður og leikir eiga ekki bara heima í svefnherberginu!
Ragga Eiríks kynlífsfræðingur er gestur sumarfundar FKA DK, og mun útskýra þetta spennandi málefni nánar fimmtudagskvöldið 9. júní.
Fundurinn verður haldinn utandyra í Østre Anlæg, garðinum á bak við Statens Museum for kunst. Ef veður verður vont færum við okkur inn í Jónshús.
Nánar um viðburðinn hér.
Ókeypis aðgangur, en nauðsynlegt að tryggja sér miða hér.
https://billetto.dk/en/