Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn 18.júní
Að vanda mun ÍFK standa að Þjóðhátíð Íslendinga í Kaupmannahöfn, sem að þessu sinni fer fram laugardaginn 18. júní kl. 13:00, á Femøren í Amager Strandpark.
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn býður til þjóðhátíðarskemmtunar á Femøren, Amager Strandpark, laugardaginn 18. júní kl. 13:00
Í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa, meðal annars íslensk tónlist og fjallkonan stígur á stokk. Þar að auki verða hoppupúðar, töframaður, andlitsmálun, fánar og önnur skemmtun fyrir börnin, svo eitthvað sé nefnt. Að ógleymdu ýmsu góðgæti, SS-pylsum, íslensku sælgæti og drykkjum.
Stjórn Íslendingafélagsins hlakkar til þess að sjá ykkur öll í sólskinsskapi þann 18. júní á Femøren !

Skólaslit Íslenskuskólans
Laugardaginn 18.júni klukkan 10:00 - 12:30.Skráning fyrir skólaárið 2016 - 2017 stendur yfir.Nánari upplýsingar hér.
Heklu námskeið - amigurumi námskeið (heklaðir bangsar og dúkkur).
Miðvikudaginn 22. júní klukkan 18:30.
Hekla á litla lyklakippu (sjá mynd), sem fer í flest undirstöðuatriðin sem þarf til að ná tökum á amigurumi tækninni. Námskeiðsgjald er kr 200 og innifalið í því er garn, heklunál, saumnál, augu, lyklakippuhringur og myndrænar leiðbeiningar.

Allir áhugasamir velkomnir!
KennariAnna Björg Kristinsdóttir ( Anna Björg á Facebook ), það má senda Önnu skilaboð á Facebook eða hafa samband í s. 50 95 26 62.