Þorláksblót!

Á morgun fimmtudag verður sýnd stutt kvikmynd frá Þorláksblóti í Biskupakjallaranum.

Íslensk guðsþjónusta, kynningarfundur vegna fermingarfræðslu og sunnudagskaffihlaðborð.

 

Fimmtudagur 22. september klukkan 17:15 - 19:00

Þorláksblót í Biskupakjallaranum

Sýnd verður stutt kvikmynd frá Þorláksblóti í Biskupakjallaranum.  

Nú hverfum við aftur í tímann. Þessi viðburður ætti að vera áhugaverður fyrir alla þá sem hafa gaman af að sjá gömlu fræðimennina og listamennina eins og Jón Helgason, Stefán Íslandi og Einar Kristjánsson auk stúdentanna.  
Í þessari mynd kemur m.a. við sögu þvottapotturinn í kjallara Jóns þar sem hangikjötið var soðið.  

Auk þess kvikmyndarinnar verður hlustað á plötu með söng íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1963.  

Páll Skúlason, formaður Íslandsdeildar Dansk-Islandsk Samfund mun stjórna þessum viðburði.

Allir velkomnir.


Sunnudagur 25. september klukkan 12:00

Fermingarfræðsla 

Kynningarfundur um fermingarfræðslu íslensku kirkjunnar verður haldinn í Jónshúsi, Øster Voldgade 12, sunnudaginn 25.september kl:12:00. Væntanleg fermingarbörn ásamt foreldrum þeirra eru hjartanlega velkomin.

14435386_615987991859829_3605075367457087148_o

Nánar um viðburðinn hér.

Guðsþjónusta í Skt Pauls kirkju klukkan 14:00.

Prestur sr. Ágúst Einarsson. Kammerkórinn Staka syngur, organisti er Stefán Arason. 

Nánar um viðburðinn hér.


Kaffihlaðborð 

Að lokinni messu er kaffihlaðborð.  Stúlkurnar í Kvennakórnum sjá um veitingarnar. 

Allir eru velkomnir.

 Upplagt að kíkja í bæinn og koma við í Jónshúsi í ekta Íslenskt kaffihlaðborð.

Húsið er opið frá kl. 15 til 17.

Verð aðeins 80 kr. og 40 kr. fyrir börn.

14352116_10153901072903161_2913903035501419994_o

Nánar um viðburðinn hér.