Velheppnað sunnudagskaffihlaðborð
Mömmumorgun, prjónakaffi og sunnudagaskóli
Margir lögðu leið sína í Jónshús á sunnudaginn var. Að vanda var sunnudagskaffihlaðborð að lokinni íslenskri guðsþjónustu.
Kvennakórinn og kammerkórinn Staka skipta með sér verkum á þessum sunnudögum. Annar kórinn syngur við messu og hinn kórinn sér um kaffihlaðborðið. Að þessu sinni var það kammerkórinn Staka sem sá um veitingarnar. Viðburðurinn var vel auglýstur, og með góðum fyrirvara, og bar það góðan árangur. Mjög margir komu í kaffið og kom fólk ekki að tómum kofanum því veitingarnar voru glæsilegar.
Næsta sunnudagskaffihlaðborð er í janúar.
Fimmtudagur 3. nóvember klukkan 11:00 - 14:00.
Mömmumorgun
Nánar um viðburðinn hér.Fimmtudagur 3. nóvember klukkan 18:30 - 21:30.
Prjónakaffi Garnaflækjunnar
Prjónakaffi Garnaflækjunnar er staður og stund fyrir alla áhugamenn og konur um handavinnu. Hvort sem það er prjón, hekl, eða útsaumur.
Á prjónakaffinu er ávalt góð stemning þar sem konur spjalla og prjóna.
Kaffi og kaka á 25 krónur.
Föstudagur 4. nóvember 18:00 - 21:00.
Verkfræðistofan Efla á Íslandi býður íslenskum DTU nemum í Jónshús.Föstudagur 4. nóvember.
Alþjóðleg ráðstenfa
Internationalt heldagesseminar som afholdes 4. november 2016 i anledning af Jonna Louis-Jensens 80-års fødselsdag.
Der er ni foredrag inden for felterne norrønfilologi og tekstkritik. De fleste af foredragene berører islandske forhold, hvorfor jeg tillader mig at gøre opmærksom på arrangementet.
Et program for dagen findes på:http://nfi.ku.dk/konferencer-og-seminarer/con-amore-festseminar-for-jonna-louis-jensen/
Alle er velkomne (også blot til den afsluttende reception), og tilmelding er ikke nødvendig.
Laugardagur 5. nóvember.
Kennlsa fellur niður vegna starfsdags kennara.Sunnudagur 6. nóvember klukkan 13:00 - 14:00.
Sunnudagaskóli
