Velheppnaður sunnudagsbröns

Framundan í næstu viku er m.a. mömmu/bumbumorgun,

Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor flytur erindi, prjónakaffi, fermingarmessa, kaffihlaðborð á 2. í hvitasunnu.

Á sunnudaginn var Sunnudagsbröns haldinn öðru sinni. Eins og síðast komust færri að en vildu.  Þetta var einstaklega vel heppnað og óhætt að segja að veitingarnar voru mjög góðar og mikið í boði með íslensku ívafi, eins og flatkökur með hangikjöti, pönnukökur, lax, íslenskar ss pylsur svo eitthvað sé nefnt. Vonandi verður áframhald á þessum skemmtilega viðburði.

IMG_4558


Framundan í næstu daga.

Fimmtudagur 12. maí.

Mömmu/bumbu hittingur

Klukkan 10:00 – 13:00.

Allar mæður og verðandi mæðir velkomnar.

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér.

IMG_4527--1-

Nánari upplýsingar um Bumbuhópinn er að finna hér.

        __________________________________________

”Hálendið, fjársjóður Íslands og helsta aðdráttarafl”

Klukkan 17:00 – 19:00.

Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.


Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor hefur undanfarin ár rannsakað landslag á Íslandi og sérstaklega á hálendinu; hvað einkennir landslagið á hálendinu, hvernig má flokka það og hvernig er það í samanburði við önnur svæði í heiminum?

Þetta mun Þóra Ellen fjalla um í Jónhúsi fimmtudaginn 12. maí n.k. kl. 17.00. Þóra Ellen mun skýra mál sitt með ljósmyndum sem hún sjálf hefur tekið.

6c62e9f1d7a3cb312e64fac82599667f      __________________________________________

Prjónakaffi – Garnaflækjunnar

Klukkan 19:00 – 22:00.

Allir velkomnir- aðgangur ókeypis.

Kaffi og kaka á 25 kr.

Á fimmtudaginn fáum við að prófa stuðningspúðan Epli frá http://www.bara123.is.

12345513_10203712594535710_7289759340067647272_n


Mánudagur 16.maí.

Hátíðarguðsþjónusta

13199419_10208540000329028_1176758734_o-1
Íslensk guðsþjónusta verður annan hvítasunnudag 16. maí 2016 kl. 14.00, athugið breyttan tíma, í Sankt Pauls kirkju, Gernersgade 33, 1319 København.

Kammerkórinn Staka syngur under stjórn Stefáns Arasonar. Karlakór KFUM er í heimsókn frá Íslandi og syngur í guðsþjónustunni undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur.

Ferming: Fermdir verða: Kristófer Aron Björnsson. Alexander Orri Hannesson og Patrekur Logi Hannesson.

Prestur: sr. Ágúst Einarsson.

Organisti: Stefán Arason

Eftir guðsþjónustu er kirkjukaffi í Jónshúsi í umsjón Kammerkórsins Stöku og Kvennakórsins.


Föstudagur 13.maí

Jónshús vekur athygli á að,

 KARLAKÓR KFUM HEIMSÆKIR DANMÖRKU

Karlakór KFUM á Íslandi heldur nokkra tónleika í Danmörku 13.-16. maí 2016. Kórinn heimsækir slóðir sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi.

 Fluttir verða trúarlegir söngvar og sálmar eftir íslenska og erlenda höfunda.

Föstudagur 13. maí kl. 18-19: 
Vorið góða - Vortónleikar Karlakórs KFUM í Páls kirkju í Kaupmannahöfn.

Nánar um viðburðinn hér.

Laugardagur 14. maí kl. 16-16.30: 
Karlakór KFUM syngur í Hillerød kirkju til heiðurs Felix Ólafssyni kristniboða.

Mánudagur 16. maí (2. í hvítasunnu) kl. 14-15: 
Þátttaka í hátíðarmessu í Páls kirkju í Kaupmannahöfn. Kórinn syngur tvö lög.

Aðgangur að tónleikunum á föstudag og öðrum viðburðum er öllum heimill og án endurgjalds.

Karlakór KFUM var stofnaður í október 1912 og endurvakinn í febrúar 2009. Í 
kórnum eru um 40 karlar. Stjórnandi er Laufey Geirlaugsdóttir og píanóleikari er Ásta Haraldsdóttir.